- Advertisement -

Það er svigrúm til launahækkana

Hins vegar hafa mörg fyrirtæki nýtt tækifærið til að hækka verð í krafti fákeppninnar sem einkennir íslenskt hagkerfi.

Friðrik Jónsson, formaður BHM, skrifar grein í Fréttablðaið. Greinin er fín. Friðrik skiptir henni í fimm kafla. Hér er einn þeirra:

„Árið 2010 sagði Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, ekkert svigrúm vera til launahækkana. Að teknu tilliti til efnahagslegrar óvissu og bágrar stöðu hagkerfisins á þeim tíma var sú afstaða að mörgu leyti skiljanleg en annað átti við næstu árin. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt 2010-2019 sögðu forsvarsmenn atvinnulífs og ráðamenn nær ekkert svigrúm vera til launahækkana allan áratuginn. Staðreyndin er hins vegar að á þeim árum var samanlagður hagvöxtur á almennum markaði um 44% og raunlaun hefðu getað hækkað til jafns án þess að hafa teljanleg áhrif á verðlag eða stöðugleika. Í raun hækkuðu laun meira en svo á áratugnum en miklar launahækkanir í samanburði við önnur lönd voru knúnar áfram af leiðréttingu raunlauna eftir hrunið, kröftugum hagvexti og viðskiptakjarabata. Fátt bendir til þess að launahækkanir hafi verið ósjálfbærar eða verðbólguvaldandi. Nú á árinu 2022 hafa forsvarsmenn atvinnulífs enn og aftur stigið fram og fullyrt að svigrúmið sé nær ekkert og að launahækkanir gætu orðið hagkerfinu skaðlegar. Það er rangt. Framleiðni hefur hækkað meira en laun á almenna markaðnum frá 2019 að meðaltali og staða og afkoma útflutningsatvinnuvega er betri en hún hefur verið um árabil. Margar atvinnugreinar geta borið töluverðar launahækkanir í komandi kjarasamningum án þess að þurfa að velta þeim út í verðlag. Hins vegar hafa mörg fyrirtæki nýtt tækifærið til að hækka verð í krafti fákeppninnar sem einkennir íslenskt hagkerfi. Við þurfum líka að tala um þau kjör sem fyrirtæki skammta sér í krafti hærri álagningar og fákeppni. Fyrirtækin bera líka ábyrgð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: