- Advertisement -

Brýnum vanda stungið undir stól

„Hér er rétt að taka fram að sé litið til allra biðlista borgarinnar þá eru fleiri sem bíða eftir viðeigandi húsnæði.“

Sósíalistar í borgarstj´órn.

„895 manneskjur bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá borginni. Fjárhagsleg og félagsleg staða þeirra sem bíða hefur verið metin þannig að þau séu í þörf fyrir félagslegt húsnæði. Sé litið til meðalbiðtíma eftir félagslegu leiguhúsnæði má sjá að þörf er á breytingum,“ segir í bókun Sósíalistaflokksins.

„Fulltrúar Sósíalista óskuðu eftir umræðu um hvernig væri fyrirséð að mæta þessum fjölda. Fulltrúar meirihlutans telja enga þörf á að bregðast við og segja eðlilegt að það séu biðlistar eftir félagslegu húsnæði. Þau vilja halda áfram á sömu braut sem nú skilur 216 barnafjölskyldur eftir á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði. Á meðan er beðið við ótryggar húsnæðisaðstæður. Hér er rétt að taka fram að sé litið til allra biðlista borgarinnar þá eru fleiri sem bíða eftir viðeigandi húsnæði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: