- Advertisement -

Auðlindamál og þrælahald

Ole Anton Bieltvedt:

Hver gaf okkur þessi villtu og sjálfstæðu dýr, hvenær og hvernig!? Hver gaf okkur heimild til að pína þau og kvelja, murka úr þeim líftóruna, að okkar geðþótta og vild, í auðgunarskyni eða af öðrum hvötum!?

Hryllingur hvalveiða var enn einu sinni staðfestur í nýlegri skýrslu MAST um veiðar 148 dýra í fyrra. 36 dýr voru kvalin til dauða með heiftarlegum hætti. Hér má reyndar spyrja, af hverju MAST og þá matvælaráðherra lágu svona lengi á þessari skýrslu. Nógu lengi, til að ekkert yrði lengur hægt að gera?

Eru langreyðar auðlind Íslendinga?

Ole Anton:

Ef menn og þjóðir eiga hvalina, eru þeir þá sameign tuga þjóða sitt hvoru megin Atlantshafs.

Langreyðar eru háþróuð spendýr, sem kenna hverri annari, leika sér saman, bindast vina- og fjölskylduböndum, hlakka til og gleðast, kvíða fyrir og hryggjast, finna til eins og við, menn og önnur spendýr.

Sú hugsun og afstaða margra, að við mennirnir eigum allt, líka háþróuð villt dýr, sem lifa sjálfstæðu, náttúrulegu lífi og spila stóra rullu í lífríki sjávar, loftlags og vernd jarðar, séu okkar eign og auðlind, ber fyrir mér vott um ótrúlega einfeldni og frumstæðan hugsunarhátt.

Hver gaf okkur þessi villtu og sjálfstæðu dýr, hvenær og hvernig!? Hver gaf okkur heimild til að pína þau og kvelja, murka úr þeim líftóruna, að okkar geðþótta og vild, í auðgunarskyni eða af öðrum hvötum!?

Flestir hugsandi menn munu sjá og skilja, að, annars vegar, eiga þessi dýr rétt á sínu sjálfstæða og náttúrulega lífi, í friði fyrir ágengni, grimmd og græðgi manna, og, hins vegar, eru þau dýrmætur og ómissandi hlekkur í keðju lífríkis og vistkerfis.

Auk þess fæðast langreyðar og flestir hvalir við Afríku vestanverða, og flakka svo um Altlantsála, og eru hér við Íslandsstrendur aðeins par mánuði á ári.

Ef menn og þjóðir eiga hvalina, eru þeir þá sameign tuga þjóða sitt hvoru megin Atlantshafs.

Voru þrælarnir kannske líka auðlind?

Fyrir 200-300 árum var litið á blökkumenn, sem óæðri verur, dýr, sem mátti hneppa í fjötra, nota eða misnota sem skepnur, þræla út, meiða og berja áfram, líka drepa, ef eiganda þóknaðist.

Kannske voru þrælarnir taldir til auðlinda þess tíma.

Þegar menn af mannúð, þroska og skilningi, með Abraham Lincoln í fararbroddi, settu spurningar við þessa afstöðu til blakkra manna og hófu baráttu gegn henni, risu Suðurríkjamenn upp og skírskotuðu til síns réttar til að stjórna eigin málum, þrælahald væri löglegt, bentu á gífurlegt efnhagslegt gildi þrælahaldsins fyrir Suðurríkin og lögðu áherzlu á, að hér ættu engar tilfinningar rétt á sér.

Hlutur utanríkisráðherra

Jafn raunarlegt og það er, má segja, að afstaða Þórdísar Kolbrúnar, utanríkisráðherra, og margra annarra hér, gagnvart hvölum og langreyðaveiðum, sé kópía af þessari afstöðu Suðurríkjamanna til þrælahald.

Jafn raunarlegt og það er, má segja, að afstaða Þórdísar Kolbrúnar, utanríkisráðherra, og margra annarra hér, gagnvart hvölum og langreyðaveiðum, sé kópía af þessari afstöðu Suðurríkjamanna til þrælahalds.

Enga tilfinningasemi, velferð dýranna er hér ekki málið, hér hafa engin lög verið brotin, engin afskiptsemi, við ráðum þessu sjálf, þetta verður að meta út frá rétti manna til  frjálsrar atvinnustarfsemi og hreinum efnahagslegum sjónarmiðum.

Hefði þetta fólk staðið með þrælahaldi, með sömu rökum, hefði það verið uppi fyrir 200-300 árum?

Þórdís Kolbrún fullyrti líka, að sams konar veiðar færu fram í Noregi með sama hætti. Annað hvort fór hún þar vísvitandi með rangfærslur, eða hún vissi ekki betur. Hvorttveggja slæmt.

Norðmenn veiða eingöngu hrefnur, smáhveli, 4-5 tonn, sem tiltölulega auðvelt er að drepa með einum sprengjuskutli, en langreyðarnar, sem hér eru veiddar, eru tíu sinnum stærri og þyngri, og veiðar þeirra og dráp allt miklu flóknari.

Afstaða og framferði forsætisráðherra

Fram til 2017, meðan Katrín Jakobsdóttir og Vinstri grænir voru utan stjórnar, var hún mikill og eindreginn andstæðingur hvalveiða, en undarlegt nokk, við valdatöku snérist þetta allt við; í 6 ára valdatíð Katrínar hafa viðameiri hvalveiðileyfi verið veitt og meira veitt af hvölum, en á nokkru öðru tímabili.

Meðan Kristján Þór var sjávarútvegsráðherra, sögðu Katrín, Svandís og Guðmundur Ingi, að þau væru með öllu andvíg hvalveiðum, en, að þetta væri í höndum fagráðherra, sjávarútvegsráðherra, og, að þau gætu ekkert gert.

Þegar VG fékk svo sjávarútvegsráðuneytið, og Svandís sjálf varð þessi fagráðherra, virtist þessi eindregna afstaða allt í einu vera gleymd og grafin.

Vinstri græn.

Þegar VG fékk svo sjávarútvegsráðuneytið, og Svandís sjálf varð þessi fagráðherra, virtist þessi eindregna afstaða allt í einu vera gleymd og grafin.

Fyrir nokkru lét Katrín þá skoðun sína í ljós, að vopnaburður lögreglu ættu heima á borði ríkisstjórnarinnar. Fyrir höfðu lögreglumenn skotvopn, sem drepa má menn með, þeir höfðu líka kylfur, sem berja má menn til óbóta með, en nú stóð til af leyfa rafmagnsbyssur, sem hægt er að lama ofbeldisseggi með.

Þetta taldi Katrín svo stórt mál og alvarlegt, að ríkistjórninni bæri að taka á því; með þetta mál gæti fagráðherra, dómsmálaráðherra, ekki farið einn.

Langreyðaveiðar, sem ekki eru aðeins gróft og stórfellt dýraníð, brot á góðu velsæmi, siðferði og virðingu við lífríkið, auk þess, sem þær varpa alvarlegum skugga á ímynd Íslands og orðspor víða um heim, enda ganga þær gegn stefnu allra annara ríkja – engin önnur þjóð leyfir langreyðaveiðar -,  það átti fyrir Katrínu, hins vegar, ekkert erindi á borð ríkisstjórnar. Þar heyrist ekki múkk frá henni.

Hlutur MASTs

Varðandi MAST og hvalveiðar, skal þetta fyrst rifjað upp:

Með reglugerð nr. 489/2009, var það fest í lög, að hval mætti einvörðungu skera innanhúss, undir þaki, til að tryggja nauðsynlegt hreinlæti og hollustu afurðanna. Reglugerðin tók gildi 1. júní 2010.

Í 8 ár, fram til 25. maí 2018, virti Hvalur þessa reglugerð að vettugi. Hélt áfram að verka hval undir berum himni, þar sem fuglar, meindýr og hvers kyns óværa gátu komizt í afurðirnar. Gaf skít í gildandi lög.

MAST, sem átti að hafa eftirlit með þessari verkun og framkvæmd laganna, gerði ekkert. Lét þetta allt bara viðgangast. Í 8 ár. Aðspurð, afsakaði stofnunin sig með því, að Hvalur hefði verið að reyna að bæta verkunina, auka hreinlætið (en hélt ótrautt áfram að brjóta gildandi lög, í boði MAST).

Nú segir MAST, að Hvalur hafi heldur ekki brotið lög, af því að þeir séu að reyna – gera sitt bezta – til að fylgja gildandi lögum.

Þetta er auðvitað svipuð fásinna, eins og með verkunina; undanbrögð, veigrun og undirlægjuháttur.

Lögin, em gilda um velerð dýra, eru þessi:

Nr. 55/2013

MAST, sem átti að hafa eftirlit með þessari verkun og framkvæmd laganna, gerði ekkert. Lét þetta allt bara viðgangast. Í 8 ár.

Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar erur“.

Vart þarf að fjölyrða um, að þetta markmið laganna var þver- og margbrotið með veiðunum.

21. grein

„Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti…“

Auðvitað á þetta ákvæði við um öll dýr, og verður að telja, að andi laganna, tilgangur þeirra, mótist af markmiðinu og þessari grein.

Ekki er hægt að ímynda sér, að löggjafinn hafi hugsað lögin þannig, að, annars vegar, væru dýr, sem ekki má misþyrma og kvelja við aflífun, og, hins vegar, væru önnur dýr, hvortveggja háþróuð spendýr, sem mætti misþyrma og kvelja, jafnvel klukkutímunum saman, á versta og illþyrmilegasta hátt, við aflífun.

27. grein

Ef MAST eða matvælaráðherra vilja halda því fram, að engin lög hafi verið brotin með þessum veiðum, eru þau í raun að halda því fram, að lög nr. 55/2013 hafi aldrei tekið gildi.
Ljósmynd: RÚV.

„Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma

Við veiðar er óheimilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa limlestingum eða kvölum“.

Þessa grein verður auðvitað að skilja og túlka í anda markmiðs laganna og 21. greinar, sem er leiðandi grein um aflífun dýra.

Veiðileyfi fyrir 2019-2023, grein 3

„Við veiðar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum“.

Þetta ákvæði veiðileyfis er auðvitað í samræmi við lögin og anda þeirra.

Allir þeir, sem hafa séð og/eða lesið, hvernig lífið var murkað úr langreyðunum 36 í fyrra, hljóta að sjá, að gildandi lög og ákvæði veiðileyfis voru með þessum veiðum og drápsaðferðum þverbrotin.

Ef MAST eða matvælaráðherra vilja halda því fram, að engin lög hafi verið brotin með þessum veiðum, eru þau í raun að halda því fram, að lög nr. 55/2013 hafi aldrei tekið gildi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: