- Advertisement -

Smálánafyrirtæki sektað vegna rafbóka

Til að komast hjá takmörkunum á vöxtum gripu smálánafyrirtæki til þess að skylda það fólk, sem fékk lán hjá þeim, að borga vexti og að auki að kaupa rafbækur.

Neytendastofa gat ekki fellt sig við þetta háttarlag og lagði 2,4 milljóna sekt á fyrirtækið E-content ehf.

Ákvörðun Neytendastofu var kærð til áfrýjanrnefndar sem hefur nú staðfest sektarfjárhæðina.

„Það sé rétt að viðskiptavinum standi ekki til boða að taka lán nema þeir kaupi einnig rafbækur af kæranda. Hins vegar sé því alfarið mótmælt sem ósönnuðu að virði bókanna sé ekkert,“ segir meðal annars í vörn lánafyrirtækisins. Skömmu síðar segir: „Það sé rétt að viðskiptavinum standi ekki til boða að taka lán nema þeir kaupi einnig rafbækur…“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér má lesa úrskurðinn í heild.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: