- Advertisement -

„Á Alþingi stjórna þrír kvótaflokkar“

Jón Þór Ólafsson Pírati.

„Í þessu máli eins og svo mörgum öðrum sjáum við að á Alþingi stjórna þrír kvótaflokkar,“ sagði Jón Þór Ólafsson Pírati þegar greidd voru atkvæði um niðurfellingu stimpilgjalda að ósk útgerðarinnar.

„Ég vil bara nota tækifærið við þessa atkvæðagreiðslu, þar sem við sjáum forgangsröðina til útgerðarinnar í þessu máli, að nefna að þeir landsmenn sem vilja fá kvótann heim, vilja fá kvótann aftur til þjóðarinnar  það er hægt að taka fimm prósent á ári og úthluta á opnum markaði. Þeir sem vilja breytingar á kvótakerfinu í áttina að því að landsmenn fái náttúruauðlindirnar í sína eigu og fái réttmætan arð af þeim náttúruauðlindum þurfa að kjósa aðra flokka. Ég held að það sé einn enn kvótaflokkur á þingi, Miðflokkurinn, en annars þarf að kjósa aðra flokka. Ætli Sósíalistarnir detti ekki inn næst? Þeir eru á móti þessu kerfi líka þannig að það verða a.m.k. fimm okkar í boði næst sem vilja breytingar á kvótakerfinu og færa auðlindina og nýtingu hennar aftur til þjóðarinnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: