- Advertisement -

Ábyrgðin er örfárra stórfyrirtækja

Jóhann Helgi Heiðdal skrifar:

„Stór ríki sem smá, atvinnu­líf og stjórn­völd, ein­stak­lingar og sam­fé­lög: við þurfum öll að leggja okkar af mörk­um.“

Já, við þurfum augljóslega öll að leggja okkar af mörkum. Enda okkur öllum að kenna. Það er ekki eins og loftslagsbreytingar séu að langmestu leyti á ábyrgð örfárra stórfyrirtækja, hvers eigin vísindamenn voru ekki einungis búnir að uppgötva vandamálið töluvert á undan öðrum, þau leyndu vitneskjunni og réðust í stórfellda disinformation herferð þar sem engu var til sparað til að kasta eins miklu ryki í augu fólks og hægt var. Sem svínvirkaði og rústaði öllum möguleika á að einhvers konar nægilegt mótstöðuafl myndi myndast meðal almennings í tæka tíð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú, þegar vandamálinu getur ekki verið afneitað lengur, enda orðið alltof seint, og við þegar byrjuð að spila „Russian roulette with the entire human race, with two bullets already in the chamber“ eins og Jem Bendell orðar það, þá er last ditch effort þeirra að sannfæra okkur um að þetta sé okkur öllum að kenna og á allra okkar ábyrgð að leysa. Einstaklingar eiga að taka á sig syndir Exxon Mobil, og bera þær hönd í hönd saman með þeim ásamt öllum öðrum.

Svo, sameinumst endilega undir fána auðvaldsins að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur.

Þannig er athyglinni ekki einungis beint frá þeim sem bera raunverulega ábyrgð á vandamálinu – og í hverju vandamálið felst í raun og veru – á sama tíma er það tryggt að ekkert muni þokast áfram í að leysa það.

Svo, sameinumst endilega undir fána auðvaldsins og stórfyrirtækjanna sem komu okkur í þessa stöðu, að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur – useful idiot kapítalismans.

Skrifin eru fengin af Facebooksíðu Sósíalistaflokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: