- Advertisement -

Að gefa sama pakkann tvisvar

Svarið var ein­falt, ráðuneytið hafði ekki hug­mynd um það. Það þýddi að ég þurfti að gramsa í gegn­um þetta sjálf­ur.

Snerist áskor­un samn­ingsaðila um það að gefa stjórn­völd­um tæki­færi til þess að gefa sama pakk­ann tvisvar?

Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson skrifar fína grein sem birt er í Mogganum í dag. Þar fjallar hann aðkomu ríkisvaldsins að nýgerðum kjarasamningi.

„Þann 1. apríl síðastliðinn kom fram áskor­un til stjórn­valda frá samn­ingsaðilum á markaði þar sem var meðal ann­ars sagt að aðkoma rík­is­ins að kjara­samn­ing­um þyrfti að vera um­tals­verð. Þar var talað um verðtrygg­ingu, vaxta­lækk­un og að létta skattbyrðinni af þeim tekjuminnstu. Það biðu því lík­lega marg­ir spennt­ir eft­ir því að sjá hvernig rík­is­stjórn­in myndi bregðast við. Dag­inn eft­ir komu hug­mynd­ir frá stjórn­völd­um sem þau meta upp á um 100 millj­arða á samn­ings­tíma­bil­inu en á sama tíma litu hug­mynd­irn­ar mjög kunn­ug­lega út, marg­ar hverj­ar litu ná­kvæm­lega eins út og búið var að gera ráð fyr­ir í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Leví er þekktur fyrir að spyrja margs.

Ég hefði haldið, kannski í ein­feldni minni, að það væri for­gangs­atriði að sýna það á tungu­máli fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar hverj­ar breyt­ing­arn­ar eru, því ekki gerðu samn­ingsaðilar kröf­ur um að aðkoma stjórn­valda væru þær til­lög­ur sem þegar voru komn­ar fram í fjár­mála­áætl­un.

„Ég nýtti því tæki­færið þegar fé­lags­málaráðuneytið kom á fund fjár­laga­nefnd­ar að spyrja hvaða áhrif kjara­samn­ing­arn­ir hefðu á mál­efna­svið ráðuneyt­is­ins þar sem þar voru meðal ann­ars til­lög­ur um aukn­ar barna­bæt­ur og fæðing­ar­or­lof. Svarið var ein­falt, ráðuneytið hafði ekki hug­mynd um það. Það þýddi að ég þurfti að gramsa í gegn­um þetta sjálf­ur.“

Vantar eina blaðsíðu?

„Fyrsta vanda­málið sem ég lenti í var að í kynn­ingu stjórn­ar­ráðsins þá legg­ur rík­is­stjórn­in fram 45 til­lög­ur til stuðnings lífs­kjara­samn­ing­un­um. Í skjal­inu þar sem farið er yfir til­lög­urn­ar er bara hægt að finna 38 til­lög­ur. Það er eins og það vanti eina blaðsíðu í til­lögu­skjalið eða eitt­hvað. Næsta vanda­mál sem ég lenti í var að töl­urn­ar sem eru notaðar í til­lögu­skjal­inu eru ekki á sama sniði og í fjár­mála­áætl­un­inni. Það þýðir að þær eru ekki sam­an­b­urðar­hæf­ar og ekki hægt að sjá hvort til­lög­urn­ar í fjár­mála­áætl­un­inni og til­lög­urn­ar í lífs­kjara­samn­ing­un­um séu í raun bara sömu til­lög­urn­ar eða hvort um ein­hverj­ar viðbæt­ur sé að ræða. Ég hefði haldið, kannski í ein­feldni minni, að það væri for­gangs­atriði að sýna það á tungu­máli fjár­mála­áætl­un­ar­inn­ar hverj­ar breyt­ing­arn­ar eru, því ekki gerðu samn­ingsaðilar kröf­ur um að aðkoma stjórn­valda væru þær til­lög­ur sem þegar voru komn­ar fram í fjár­mála­áætl­un.“

Það er ekkert annað. Þetta er í raun og veru mjög merkilegt, eða alvarlegt.

„Fyr­ir mér lít­ur þetta ein­mitt svona út, fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur út með ýms­um til­lög­um sem eiga að greiða fyr­ir kjara­samn­ing­um. Samn­ingsaðilar kom­ast að ein­hverju sam­komu­lagi og senda áskor­un til stjórn­valda um atriði sem munu skipta höfuðmáli í því hvort niðurstaða fá­ist. Rík­is­stjórn­in kem­ur svo og til­kynn­ir 100 millj­arða pakka inn í þessa lífs­kjara­samn­inga. Það er aug­ljóst að stór hluti þess pakka var þegar kom­inn fram. Það er einnig aug­ljóst að samn­ingsaðilar vildu meira. Einu atriðin sem ég finn og eru óljós lof­orð um vexti og verðtrygg­ingu. Flest, ef ekki allt, annað hef­ur þegar komið fram í stefnu stjórn­valda. Það er svona eins og að gefa sama pakk­ann tvisvar. Snerist áskor­un samn­ingsaðila um það að gefa stjórn­völd­um tæki­færi til þess að gefa sama pakk­ann tvisvar?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: