- Advertisement -

Að geta ekki étið meiri skít

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk vegna hneykslismála. Minnsti og veikasti flokkurinn í þeirri ríkisstjórn gafst upp. Þar á bæ treysti fólk sér ekki til að éta meiri skít. Og því fór sem fór.

Það eitt að segja já við þátttöku í ríkisstjórn Bjarna var meira en nóg fyrir Bjarta framtíð. Reyndist gott betur en kokfylli af skít. Það gerði út af við flokkinn.

Í núverandi ríkisstjórn virðast mörg hver vera í kappáti. Keppt um hver éti mest. Katrín Jakobsdóttur gengur vasklega fram. Ver nú Kristján Þór Júlíusson með oddi og egg og engu breytir þó hann sé kyrfilega fastur í eigið hagsmunagæslunet.

Björt framtíð framdi sjálfsvíg með því að segja já við þátttökunni og sprakk síðan. Hvað verður um Vinstri græn? Geta þau étið endalaust?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: