- Advertisement -

„…að hæstvirtur fjármálaráðherra skyldi æsa sig…“

„Það er auðvitað grafalvarlegt mál í augum fjármálaráðherra að ríkisstjórnin eigi að standa við lög sem sett hafa verið og samþykkt hér á Alþingi.“

…þessi skrípaleikur…

„Það eina sem stjórnarandstaðan fer fram á er að til þess að hægt sé að semja um lok þessarar umræðu þá greiði meiri hlutinn atkvæði eins og stjórnarandstaðan vill,“ sagði Bjarni Benediktsson að kvöldi 22. desember.

„Þannig að ef meiri hlutinn greiðir ekki atkvæði í þingsal eins og stjórnarandstaðan vill þá verða engir samningar um framhald umræðunnar. Það er ágætt að þetta er komið fram í þingsal. Það er nefnilega um þetta sem málið snýst. Á þetta verður aldrei fallist. Það verður aldrei fallist á það að framgangur í þinginu ráðist af því hvernig stjórnarandstaðan vill að stjórnarmeirihlutinn greiði atkvæði sitt í þingsal. Nei, takk, aldrei til samninga um það. Það er afskaplega mikilvægt að þetta komi fram hér við fundarstjórn forseta vegna þess að það er um þetta sem þessi skrípaleikur snýst, ekki um það hvort Birgir Ármannsson hefur mælst jákvæður eða ekki,“ sagði Bjarni ögn pirraður

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég held að það sé kominn næturgalsi í stjórnarliða og umræðan er komin langt út á tún í þessum málum. Það sem er kannski merkilegast í þessu er að umræðan skuli vera komin á það stig að hæstvirtur fjármálaráðherra skyldi æsa sig hérna og segja að það kæmi ekki til greina að samþykkja það sem stjórnarandstaðan væri að biðja um,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.

Hann hélt áfram: „Stjórnarandstaðan var bara að biðja ríkisstjórnina, eins og hefur komið hérna fram, um að standa við lög sem þegar hafa verið sett. Það er auðvitað grafalvarlegt mál í augum fjármálaráðherra að ríkisstjórnin eigi að standa við lög sem sett hafa verið og samþykkt hér á Alþingi. Það hlýtur að vera eitthvert alvarlegt vandamál í gangi ef reglan er að það eigi að setja lög en alls ekki að standa við þau.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: