- Advertisement -

„…að hún standi við orð sín…“

Heilbrigðismál „Nýlega mætti formaður fjárlaganefndar á opinn fund með læknum á Landspítala og fullyrti að kjarasamningurinn yrði fjármagnaður að fullu. Nú ríður á að hún standi við orð sín fyrir lok fjárlagagerðar í desemberbyrjun,“ skrifar Engilbert Sigurðsson, prófessor og ritstjóri Læknablaðsins, í leiðara desemberblaðsins.

Hann segir skynsamlegt væri að formaðurinn kallaði þegar eftir útreikningum samninganefndar ríkisins svo að Alþingi geti látið yfirfara þá. „Önnur leið væri að biðja Ríkisendurskoðun um að fara yfir málið. Enn skeikar mörg hundruð milljónum þrátt fyrir óbilgjarna kröfu framkvæmdastjórnar Landspítala um breytingar á vaktalínum og yfirvinnu í sparnaðarskyni með tilheyrandi launalækkun lækna um næstu áramót. Ljóst er að verði fyrirsjáanleg útgjöld vegna þessarar reiknivillu ekki bætt í fjárlögum þá þarf að skerða þjónustu spítalans. Verði það ekki gert er óhjákvæmilegt að kostnaður við nauðsynlega vaktþjónustu mun leiða til rekstrarhalla.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: