- Advertisement -

Að taka afstöðu frá hjartanu

…að horfa í gegnum fingur sér…

Gunnar Smári skrifar:

Ég horfði á Kastljós og Kveik, í báðum þáttum var sagt frá fólki sem hafi reynt að sækja réttlæti innan kerfisins en rekist á lokaðar dyr, Málin voru ólík, en ég velti fyrir mér hvort ekki megi setja inn í kerfið slembivalda hópa borgara sem geti hoggið á svona hnúta, tekið afstöðu út frá hjartanu fremur en túlkun laga eða fjárheimilda.

Það mun aldrei takast að setja reglur um réttlátt samfélag, það er alltaf einhver mál sem munu falla milli stafns og hurðar, þannig er lífið. Við eigum því að byggja kerfi sem gerir ráð fyrir að lífið sé eins og það er, frekar en að ætla bara að láta réttlætið ná til þess hluta lífsins sem fellur að skilgreiningum kerfisins.

Með allri virðingu fyrir fágaðri stjórnsýslu þá er oft rétt leið við afgreiðslu mála að horfa í gegnum fingur sér. Vald til slíks ætti hins vegar ekki að liggja innan stjórnsýslunnar og heldur ekki hjá kjörnum fulltrúum, slíkt leiðir til spillingar.

Það færi best á því að slembivaldir hópar borgara, eins konar kviðdómar, hefðu leyfi til að deila út réttlæti þótt það falli ekki að þeim lögum eða reglum sem settar hafa verið. Þá gætum við fellt inn í kerfið réttlæti þorpsins til að bæta réttlæti borgarinnar, án þess að sitja uppi með gallana af þessu tvennu; spillingu þorpsins og kulda stórborgarinnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: