- Advertisement -

Af hverju er ruddaleg sjálfshygli svona viðtekin?

…með hvaða hætti hefði verið hægt að halda afætunum úti.

Ragnar Þór Pétursson skrifaði:

Ég veit að ég hljóma eins og rispuð plata en við þurfum í alvöru að fara að ræða það sem þjóð hvernig við getum skapað traust í samfélaginu. Ef hér væri hungursneyð þarf að vera hægt að gefa mat án þess að vel stætt fólk gangi á lagið til að spara sér matarútgjöld – og eins á að vera hægt að grípa til varna fyrir fólk sem missir vinnuna án þess að fyrirtækin í landinu líti á það sem hlaðborð. Nú verður freistandi að láta alla umræðu snúast um það með hvaða hætti hefði verið hægt að halda afætunum úti – en um leið væri kannski ekki úr vegi að samfélagið tæki hina umræðuna líka; af hverju högum við okkur svona? Og af hverju er ruddaleg sjálfshygli svona viðtekin og líkleg til afreka í ekki stærra samfélagi?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: