- Advertisement -

Af hverju rak Þorsteinn Jóhannes?

Ekkert benti til þess dagana á undan, að draga myndi til slíkra tíðinda.

Marinó G. Njálsson skrifar:

Eftir að hafa lesið fjölda tölvupósta í Samherjaskjölunum á netinu frá tímabilinu 15. júní til 23. júlí 2016, þá er ég kominn á þá skoðun að Jóhannesi hafi verið sagt upp vegna þess að honum mistókst að komast yfir 12.000 tonn (10.000 annars vegar og 2.000 hins vegar) af hrossamakrílskvóta og það leitt til þess að Þorsteinn Már hafi misst stjórn á skapi sínu í samskiptum þeirra á milli. Líklega í símtali.

Jóhannes skrifar póst til Þorsteins 23. júlí 2016, þar sem hann segir, að fyrst svona sé komið málum sé best að samskipti þeirra á milli fari; „í gegn um lögmann minn, Sigurð G. Guðjónsson“. Ekkert benti til þess dagana á undan, að draga myndi til slíkra tíðinda.

Málið er að Samherji hafði forgang (e. first refusal) að þessum kvóta, en fyrirtækið vildi ekki bjóða það sem þurfti, þ.e. 3.550 namibíska dollara, en bauð 3.200 á hvert tonn (miðað við minn skilning á samskiptunum). Þar með fékk Samherji ekki kvótann og Jóhannes fékk að taka pokann sinn. Samherja var ítrekað boðið að hækka tilboð sitt en gerði það ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: