- Advertisement -

Afar óeðlileg framkoma ráðherrans

Sprengisandur_761x260_BylgjanSprengisandur Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri er allt annað en sáttur við Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra vegna orða sem ráðherra lét falla í Sprengisandi fyrir réttri viku.

Sveinn segir  Sigurð Inga hafa sýnt af sér óeðlilega framkomu.

„Ég hef á mínum stutta starfsferli starfað með sautján ráðherrum og ég minnist þess aldrei að hafa fengið svona tiltal í fjölmiðlum frá nokkrum ráðherra áður.“

Þú átt við orð hans í síðasta þætti hér?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Já. Það var afar óeðlileg framkoma, fannst mér, þar sem hann vísaði til þess að Landgræðslan ætti að nálgast samskipti við bændur með eðlilegum hætti .“

Er hann þá að segja að þið gerið þetta með óeðlilegum hætti núna?

„Já, hann gerir það. Hann verður að líta í eigin barm. Umboðsmaður Alþingis er nýbúinn að rassskella ráðuneytið hans fyrir óeðlilega stjórnsýslu og fyrir að hafa brotið lög í samskiptum við nokkra bændur. Svo það er víða sem erftirlitsaðilar eru ekki vinsælir.“

Sveinn sagði að ágreingin megi reka aftur til ársbyrjunar 2014. Þá tók gildi endurskoðuð reglugerð sem Sigurður Ingi setti eftir að sauðfjárbændur höfðu óskað eftir . „Allur meginþorri bænda vill að landið sé nýtt með sjálfbærum hætti. Þá verður svo að vera í raun og veru. Það má ekki reyna að ljúga að neytendum. Ég segi ekki að þeir geri það, en við framkvæmd þessarar reglugerðar var Landgræðslunni falið ákveðið eftirlitshlutverk og við sinntum því algjörlega og bókstaflega eftir reglugerðinni.“

Sveinn RunólfssonÞað er talið að vistporin við sauðfjárrækt sé víða mjög stórt, jafnvel með því stærsta sem þekkist. Hafrannsóknastofnun getur lokað veiðislóððum til friðunar. Getur Landgræðslan gert það?

„Nei. Aldrei nokkurn tíma hafa verið sett lög sem gera Landgræðslunni kleift að loka svæðum til að koma í veg fyrir landníðslu, þar sem hún á sér stað.“

Þyrfti Landgræðslan að hafa heimild til þess?

„Skilyrðislaust. Þó það yrði ekki notað nema í algjörum neyðartilvikum.“

Hér er viðtalið við Svein í heild sinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: