- Advertisement -

Ríkisstjórnin: Vandinn er Sjálfstæðisflokksins

Húsnæðismál „Séreignastefnan í húsnæðismálum er grunnstoð sjálfstæðisstefnunnar. Breyta þarf húsnæðisstefnunni þannig að fólki verði gert kleift að eignast  í stað þess að hvetja til skuldsetningar.

Taka þarf íbúðalán og leiguíbúðalán til gagngerrar endurskoðunar. Auðvelda verður ungu fólki sín fyrstu kaup. Leiga verði valkostur á íbúðamarkaði. Íbúðalánasjóð og leigufélag Íbúðalánsjóðs þarf að endurskoða frá grunni,“ þannig segir í samþykkt frá lansfundi Sjálfstæðisflokksins frá því í haust.

Eygló Harðardóttirm félags- og húsnæðismálaráðherra, var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í gær, þar sem hún sagði að húsnæðisfrumvörp sín, sem nú eru til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis, séu hluti af samkomulagi við deilendur á vinnumarkaði og það verði að standa við það. „Við stöndum við það sem við höfum  lofum,“ sagði Eygló.

„Þetta er útfærsla ráðherrans, hún verður að þola sína meðferð í þinginu og við munum leiða þetta fram til niðurstöðu“ sagði Bjarni Benediktsson í Kastljósi í síðustu viku. Mikil andstaða er við málið innan Sjálfstæðisflokksins, enda er séreignarstefnan grunnstoð í stefnu flokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eygló áréttaði að hún hefði ótvíræðan stuðning eigin þingflokks, sem og ríkisstjórnarinnar. Alþingi þarf, vegna gefinna loforða, að ljúka málinu sem fyrst og augljóslega í febrúar.

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði nýverið:

„Félags- og húsnæðisráðherra hefur lagt fram fjögur frumvörp til laga sem öll gera draum launafólks um séreign og fjárhagslegt sjálfstæði fjarlægari en áður. Áherslan er á leiguhúsnæði. Í stað þess að leita leiða til að auðvelda almenningi að eignast eigið húsnæði er engu líkara en að ríkisstjórnin sé kappsöm við að byggja upp samfélag leiguliða. Þar með verður fótunum kippt undan eignamyndun stórs hluta launafólks. Afleiðingarnar koma fram á næstu áratugum. Við lok starfsævinnar munu margir sitja fastir í fátæktargildru og það kallar á aukin útgjöld almannatryggingakerfisins.“

Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hefur sagt að þing­hóp­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi margt að at­huga við hús­næðis­frum­vörp fé­lags­málaráðherra.

Eygló gerir ekki mikið þessar skoðanir og ítrekar að hún hafi stuðning síns þingflokks og ríkisstjórnar.

Frumvörpin fjögur eru um húsnæðisbætur, um húsnæðissamvinnufélögu, um breytingu á húsaleigulögum og um húsnæðismál. Hið síðastnefnda fjallaði um stofnstyrki til félagslegs húsnæðis, sem hefur verið tryggt samkvæmt ráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: