- Advertisement -

Ósammála samráðherrar

Sprengisandur Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var í ítarlegu fréttaviðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

SIJ HBK GBSÞar lýsti ráðherrann efasemdum um þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússum.

„Það er enginn, og ekki heldur ég, sem telur að við eigum ekki að mótmæla með einum eða öðrum hætti framferði Rússa í Úkraínu. Við þurfum að láta alþjóðalög gilda og við höfum verið í samfloti með NATO og öðrum vestrænum ríkjum um að gera það. Það má hinsvegar velta fyrir sér hvort að þessi aðferðafræði sé árangursrík, skynsamleg og hvernig hún kemur við einstök lönd, einstakar greinar og einstök byggðalög. En það er að sjálfsögðu gagnákvörðun Rússa sem veldur því,“ sagði ráðherrann, en samráðherra hans, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, er ákveðinn og vill hvergi hvika frá aðgerðunum.

En hafa þeir rætt saman um þetta?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Já,“ sagði Sigurður Ingi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkisnefndar þingsins, var einnig í þættinum. Hún styður afstöðu Gunnars Braga.

„Ég veit alveg að það getur stundum kostað eitthvað að standa vörð um ákveðna hagsmuni en mér hefur fundist það skipta máli. Mér hefur líka fundist eitt skipta máli í umræðunni sem er það að sjávarútvegurinn hefur sýnt mátt sinn og meginn í því að þeir aðilar hafa náð að selja þessar afurðir á aðra markaði,“ sagði Hanna Birna, meðal annars.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: