- Advertisement -

HBK: Schengen er vörn Íslands

Sprengisandur Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkisnefndar Alþingis sagði, í Sprengisandi á Bylgjunni, að þrátt fyrir galla við Schengen væru kostirnir fleiri við þátttöku í samstarfinu.

„Mér finnst oft þegar verið er að ræða Schengen að þeir sem eru mest óttaslegnir og hafa mestar efasemdirnar um að hingað komi of mikið að fólki, þeir hafa líka efasemdir um Schengen. Þá gleyma þeir því að Schengen er tækið til að finna þá sem koma hingað og eru löglegir, samkvæmt því sem segjum vera réttu ástæðurnar, og Schengen er til að finna þá sem fara á milli landamæra í jafnvel ólöglegum tilgangi. Ef menn vilja í alvöru að hafa það þannig að viljum fagna þeim sem koma til Íslands til að lifa hér og búa og vera með okkur og ef við viljum koma í veg fyrir straum þeirrra sem við viljum síður fá inn í landið, þá er Schengen tækið. Án þess hefðum við engann aðgang að samevrópskum gagnagrunnum sem innihalda upplýsingar um löglega og ólöglega innflytjendur. Ef við hættum í Schengen eru allar varnir farnar,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: