- Advertisement -

Afdrif stjórnarskrármálsins vonbrigði

Sprengisandur „Það voru mikil vonbrigði,“ sagði Salvör Nordal, fyrrum formaður stjórnlagaráðs, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, um hver staða stjórnarskrármálsins er. Hún sagði að frá því að stjórnalagaráð skilaði tillögum sínum, og þar til kosið var síðasa vor hafi tuttugu mánuðir liðði, þar sem Alþingi fjallaði um málið.  „Niðurstaðan var sú að engin tillaga fór í gegnum þingið.“

Salvör segist hafa talað fyrir að ná hluta tillagna stjórnarlagaráðs í gegn, það hefði verið góður áfangi. Hún nefnir tillögu um þjóðaratkvæði, um auðlindamál, sem hafi verið rætt í samfélaginu í tuttugu ár, um náttúruvernd, framsal á fullveldi og fleiri tillögur. „Einhverjar þessarar tillagna hefði átt að komast í gegnum þingið í fyrra, en gerðist ekki og það eru mikl vonbrigði.“

Salvör gat sæst á að hluti tillagna stjórnlagaráðs næði fram. „Ég hefði sætt mig við það. Mitt mat var að ef við segðum allt eða ekkert þá færi ekkert í gegnum þingið.“

„Mér finnst við vera á byrjunarreit.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ný stjórnarskrárnefnd er nú að störfum. Salvör segir að betur hefði farið á því að þeirri nefnd væri ætlað að ná sátt um tilteknar tillögur og leggja þær fram. „Mér finnst við vera á byrjunarreit.“

„Málið er á forsvari Alþingis og stjórnarskrárbreytingar eru ekki gerðar nema þingið samþykki þær. Mér finnst að stjórnmálamenn verði að koma sér saman um hvað þeir ætli að gera og um hvaða tillögur þeir geta samþykkt.“

Aðspurð um hvort undirbúningi sé ekki nægilega vel háttað, segir Salvör, eftir reynslu sína,að hafa starfað að gerð skýrslu rannsóknarefndar Alþingis, að hún geti ekki varist þeirri hugsun að í stjórnarskrármálið, alveg frá upphafi, hafi verið lagður of veikur grunnur. „Og að það sé að hluta til skýringin á hversu mikið málið hefur hökkt á leiðinni.“ Salvör segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess sem skiptir mestu máli að gera og hvar er mögulega samkomulag. „Það tekur í raun enginn ábyrgð á málinu og ætlar sér að ná breiðri sátt um niðurstöðuna. Hingað til hafa stjórnarskrárbreytingar verið lagðar fram af forsætisráðherra og þær hafa verið á forræði forsætisráðuneytisins.“

Ágreiningurinn er enn til staðar

Talið barst að orðum Bjarna Benediktssonar, sem margoft komu fram í þættinum Sprengisandi, að Sjálfstæðisflokkurinn teldi sig ekki bundinn af niðurstöðum stjórnlagaráðs. Telur Salvör að hugur hafi aldrei fylgt máli?

„Ég spyr mig hvaða hugur var að baki málinu.“ Hún segist kalla eftir ábyrgðinni, að einhver taki málið að sér, haldi utanum það og mæti erfiðleikunum sem því fylgja. „Ágreiningurinn er þarna ennþá. Tökum auðlindarákæðið. Þverpólitísk nefnd kemst að samkomulagi árið 2000 en við erum ennþá að þvælast með þetta og þegar ég les áfangaskýrslu núverandi stjórnaskrárnefndar þá er einsog við séum ekki komin á byrjunarreitt, heldur að við höfum bakkað. Að við séum komin framfyrir árið 2000. Það er vilji á Alþingi að setja auðlindarákvæði, en það vantar tillögu um hvernig við viljum hafa það. Það er ekki þörf fyrir mikla almenna umræðu, nú reynir á stjórnmálamennina að þeir sýni stjórnarskránni þann sóma að vinna með þær tillögur sem hafa komið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: