- Advertisement -

Áfengismálið klýfur Sjálfstæðisflokkinn

„Ég er andstæðingur frumvarpsins en við þurfum auðvitað að leyfa málinu að ganga fram. Það verður náttúrlega að vera í þessu máli eins og öðrum, málið verður að komast til nefndar og síðan verður þingið að fá að segja skoðun sína á því. Ég verð eins og hver annar þingmaður að beygja mig undir það,“ sagði Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki um áfengisfrumvarpið.

Næsti ræðumaður á undan Ásmundi var flokksystir hans Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ljóst er að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins er um margt ólík. Áður hefur Páll Magnússon lýsti andstöðu sinni við málið.

Áslaug Arna talaði einnig um áfengismálið.

„Mig langar líka aðeins að ræða… …þann tvískinnung sem kemur oft fram í máli einstaklinga sem alhæfa að málið myndi ekki hljóta meiri hluta í þinginu, kvarta yfir því að tíma þingsins skuli varið í að ræða þetta mál en ræða það samt ítrekað í þingsal og fara upp í fleiri andsvör en ég gæti talið á fingrum annarrar handar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki á Alþingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ásmundur vill, rétt einsog Áslaug Arnam að málið gangi áfram. „Ég tek líka undir það varðandi umræður um áfengisfrumvarpið, þetta óheppilega frumvarp, þegar þingmenn tala um að tíma þingsins sé mjög illa eytt í að vera að koma með það fram. Samt raðast inn þingmenn, hver á fætur öðrum, tala um þetta mál, út og suður, fara í andsvör og lengja tíma þingsins eins og kostur er og leyfa þessu eins og ég segi óheppilega frumvarpi ekki að fá sína eðlilegu þinglegu meðferð. Við hljótum að þurfa það,“ sagði Ásmundur.

Áslaug Arna, sem er meðal flutningsmanna áfengismálsins sagði ítrekað komið í veg fyrir þinglega meðferð málsins.

„Það hefur aldrei komist í atkvæðagreiðslu. Af hverju ekki? Af hverju klárum við ekki málið? Sleppum því að orðlengja þetta ef þingmenn ætla að fella málið. Þá geta þeir fellt það með bros á vör og við getum gengið frá því og klárað venjulega þinglega meðferð málsins. Við þurfum ekki að ræða þetta fram og til baka. Þingmenn þurfa ekki að berjast fyrir því að málið komist ekki í venjulega þinglega meðferð og fái ekki atkvæðagreiðslu í þinginu. Greiðum atkvæði um það og sjáum hvernig það fer.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: