- Advertisement -

Aftaka heimilanna réttlætt með rangfærslum

Ef eitthvað er vantraustsyfirlýsing á efnahagsstefnu stjórnvalda þá eru það vaxtarkjör bankanna, en bestu lántakendum þeirra er boðið hátt í 11% fastir vextir.

Sigiurjón Þórðarson.

Höfundur: Sigurjón Þórðarson:

Á Íslandi ríkir efnahagslegt góðæri, fiskurinn selst á góðu verði, góður gangur í álverunum, færri fá rafmagn en vilja og ferðamenn streyma til landsins sem aldrei fyrr. Við þessar aðstæður mætti búast við að hagur heimilanna blómstraði, en svo er alls ekki, þar sem stjórnvöld eru búin að skrúfa upp vextina í hæstu hæðir. Hér er prófessor í hagfræði að réttlæta algeran forsendubrest heimilanna með afar ódýrum hætti. Gylfi segir hér að vextir hafi hækkað um 5% eða úr 4,5% og í 9,4% og síðar segir hann að laun hafi hækkað um 10% á síðasta ári. Ef að prófessorinn væri að greina rétt frá málavöxtum þá væri vandi heimilanna enginn, en óvart þá er vaxtahækkunin sem tilgreind var ekki 5% heldur liðlega 100% þ.e. úr 4,5% í 9,4%

Fyrir utan villandi framsetningu sem beinlínis virðist vera sett fram til þess réttlæta siðlaust ástand, þá skín í gegn sérkennilegt viðhorf til lántakenda, fjármuna og lítil trú á að það náist að lækka verðbólguna. Það að fjármálastofnanir hafi lánað um skeið á vöxtum sem voru lægri en verðbólgan getur ekki sjálfkrafa kallað fram kröfu um „leiðréttingu“ langt um fram réttmætar væntingar og greiðslugetu lántakenda.

Ef eitthvað er vantraustsyfirlýsing á efnahagsstefnu stjórnvalda þá eru það vaxtarkjör bankanna, en bestu lántakendum þeirra er boðið hátt í 11% fastir vextir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: