- Advertisement -

Aldrei meiri tekjur af sjávarútvegi

Sprengisandur „Tekjur samfélagsins af sjávarútvegi hafa ekki minnkað, þrátt fyrir þessar breytingar á veiðigjöldum. Sem oft er stillt upp á þann hátt að við höfum lækkað öll veiðigjöld og gefið útgerðinni svo og svo mikla peninga. Eins sérkennilegur og sá málflutningur allur er,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra sem var gestur þáttarins  Sprengisandur  á Bylgjunni í morgun.

Hann sagði hættu á þenslu. „Það var stöðnun. Fjárfesting var, allt síðasta kjörtímabil, í sögulegu lágmarki. Fólk flutti þúsundum saman til útlanda. Við bentum á hverju þyrfti að breyta við stjórn landsins, til þess að það sama gæti gerst hér eins og gerðist víða annarsstaðar og gerist oft eftir skarpa niðursveiflu. Að menn færu í uppsveifluna,“ sagði Sigmundur.

Mörg fiskiskip eru í smíðum fyrir íslenskar útgerðir, sama og ekkert af því er unnið hér heima. Sigmundur Davíð sagði okkur ekki eiga fólk til þeirra verka.

En tók núverandi ríkisstjórn ekki við betra búi en forsætisráðherra vera láta?  Ekki eru öll fjárfestingaráform nýtilkomin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar var komin ný ríkisstjórn, með nýjar áherslur og nýja framtíðarsýn. Sem lagði áherslu á pólitískan stöðugleika, lagði áherslu á að breyta lögum og reglum þannig að menn innleiddu hvata en ekki öfugt, ekki hindranir. Þá fóru hlutirnir að snúast við og þeir eru enn að þróast í rétta átt, að því marki að nú þurfa menn allt í einu að huga að því að hér sé hætt á þenslu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: