- Advertisement -

„Alls ekki taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði“

Þeir munu reyna að finna leiðir til að komast einhvern veginn að þeim sem eru að hlusta á Ríkisútvarpið.

Tómas A. Tómasson.

„Ég er hér staddur til að tjá mig um auglýsingar í fjölmiðlum. Henry Ford sagði: Ég veit að helmingurinn af öllu því sem ég eyði í auglýsingar fer í vitleysu, ég veit bara ekki hvor helmingurinn það er. Ég hef staðið í rekstri í milli 40 og 50 ár og hef þar af leiðandi þurft að auglýsa mikið. Ég man að á árunum 1970 og eitthvað var gósentími í auglýsingum. Það var tveggja dálka auglýsing í Mogganum og svo voru nokkrar lesnar auglýsingar í Ríkisútvarpinu og öll þjóðin vissi hvað maður var að auglýsa. Þetta er ekki svona í dag,“ sagði Tómas A. Tómasson, Tommi, í umræðum stöðu fjölmiðla.

„Það hefur verið talað um að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði, sem ég er mjög mótfallinn. Ástæðan er sú að Ríkisútvarpið og Bylgjan, þessar tvær stöðvar, hafa áberandi langmesta hlustun og þeir sem hlusta á Ríkisútvarpið hlusta gjarnan ekki á aðrar stöðvar. Ef Ríkisútvarpið er tekið af auglýsingamarkaði þá hafa þeir sem eru í rekstri og þurfa að koma skilaboðum til þjóðarinnar ekki aðgang að þeim parti sem hlustar bara á Ríkisútvarpið. Ég get alveg fullyrt það hér og nú, eftir að hafa auglýst eins mikið og ég hef gert í gegnum tíðina, að þeir sem auglýsa munu ekki auglýsa meira hjá frjálsu fjölmiðlunum ef Ríkisútvarpið er tekið út af auglýsingamarkaði. Þeir munu reyna að finna leiðir til að komast einhvern veginn að þeim sem eru að hlusta á Ríkisútvarpið. Þess vegna segi ég: Alls ekki taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ sagði Tommi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: