- Advertisement -

Allt að tólf þúsund króna hækkun á mánuði fyrir sjúkraþjálfun

„Án sjúkraþjálfunar stæði ég sennilega ekki í þessari pontu í dag að halda þessa ræðu,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson Flokki fólksins á Alþingi í dag.

„Þess vegna er mér spurn hvers vegna í ósköpunum hæstvirtur heilbrigðisráðherra þjarmar svo illa að sjúkraþjálfun í landinu að ég fæ tölvupóst eftir tölvupóst þar sem fólk bendir á það að það sé ekki bara búið að hækka kostnaðinn um 500 kr., sem það þarf að borga sjálft fyrir hvern tíma aukalega, heldur hafi verð aftur verið hækkað um 500 kr. um áramótin. Það eru þá 1.000 kr. fyrir hvern tíma. Fólk sem er þrisvar sinnum í viku hjá sjúkraþjálfara þarf að borga 3.000 kr. aukalega, 12.000 kr. á mánuði. Þetta er fólk sem hefur ekki einu sinni efni á því að borga það. Og hvað gerir þetta fólk? Jú, það segir að það þurfi að skera niður ferðir til sjúkraþjálfara, að í stað þess að fara í þrjá tíma á viku fari það í einn tíma. Hvaða afleiðingar hefur það? Ég get alveg upplýst um það. Það hefur þær afleiðingar að viðkomandi leggst annaðhvort í rúmið, þarf að taka meira af verkjatöflum eða lendir hreinlega inni á sjúkrastofnun. Hvað kostar sólarhringurinn þar? 100.000–200.000 kr.?

„Hvers vegna í ósköpunum er þetta svona og hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera í þessu máli?“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra benti á að ríkið hafi ekki náð að semja við sjúkraþjálfara með þessum afleiðingum. „Samningaviðræðurnar hafa ekki enn skilað árangri,“ sagði Svandís.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: