- Advertisement -

„Allt í kringum smáhýsin er flopp“

„Aukafundur var haldinn í borgarráði sumarið 2018 til að ræða neyðarástand heimilislausra í Reykjavík þar sem aðgerða var krafist strax í málaflokknum. Svar borgarstjóra og meirihlutans var að kaupa 20 smáhýsi án útboðs. Til stóð að kaupa 25 smáhýsi en þeim fækkaði „í sjó“. Allt í kringum smáhýsin er flopp. Kostnaður við húsin hleypur á hundruðum milljóna og var óskiljanleg ráðstöfun á sínum tíma,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á borgarráðsfundi í gær.

„Margt þarf að skoða í sambandi við þá ákvörðun, útboði sem ekki var tekið, komu húsanna til landsins og frágangi þeirra á lóðir. Fermetraverð smáhýsanna losar 1,5 milljón miðað við kostnaðaráætlun en nú er þegar ljóst að kostnaðurinn er farinn úr böndunum. Er það á pari við fermetraverð dýrustu lúxus íbúða í Reykjavík.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: