- Advertisement -

Almenningur tekur áhættuna

Það er verið að búa til það fordæmi.

„Ókostirnir við ríkisábyrgð eru margir,“ sagði Smári McCarty Pírati í ræðu á Alþingi.

„Þetta er í fyrsta lagi áhætta fyrir almenning. Almenningur er að taka á sig ákveðna áhættu fyrir hönd fyrirtækis og fær í raun mjög lítið fyrir og sannarlega ekki áhættugjaldið. Það mætti segja að það sé óábyrg notkun á almannafé að gera þetta og auk þess er þetta siðferðisleg áhætta,“ sagði Smári.

Síðan sagði Smári: „Það er verið að búa til það fordæmi að ef fyrirtæki er nógu mikilvægt geti það gengið að því vísu að ríkið muni hlaupa undir bagga með því. Þetta býr til vont fordæmi og er einnig hinn klassíski CCPP-leikur, þ.e. einkavæðing á hugsanlegum framtíðarhagnaði en þjóðnýting á allri áhættunni. Maður veltir því auðvitað fyrir sér í þessu samhengi hvort þetta væri til umræðu ef ekki væri fyrir pólitísk tengsl.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Smári benti á: „Höfum líka í huga að ríkið er ekki hlutlaus aðili á markaði. Með því að undirgangast ríkisábyrgð er ríkið að skapa trúverðugleika fyrir fyrirtækið og það skiptir auðvitað máli fyrir væntanlegt hlutafjáruppboð. En það er verið að segja samtímis: Við trúum nógu mikið á þetta fyrirtæki til að veita þessa ábyrgð en leyfum samt markaðinum einhvern veginn að ráða þessu. Svo er látið eins og þetta sé hrein markaðslausn, sem það er augljóslega ekki. Það er verið að koma inn í þetta með ríkisafskipti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: