- Advertisement -

Alþingi: Forseti reyni að róa sitt lið

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, tók þátt í umræðum, á Alþingi í dag, þegar rætt var um fundarstjórn forseta þingsins. Sigmundur sagði:

„Ég tel ástæðu til að vekja athygli hæstvirts forseta á því, sem þó hefur eflaust blasað við hinum reynda hæstvirtum forseta, að hér koma nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu með eðlilega ábendingu, umkvörtun hugsanlega, en mjög eðlilega ábendingu um fáránleika þess að mál, mikilvæg mál, stór mál ríkisstjórnarinnar komi fram hér í 1. umræðu þannig að það er ekki einu sinni tími til að fá umsagnir um þessi mál áður en þingstörfum á að ljúka samkvæmt dagskrá. En brugðist er við með æsingi og popúlisma. Þetta finnst mér gefa tilefni til þess fyrir hæstvirtan forseta að reyna nú að róa sitt lið og útskýra hvað er eðlilegt í þingstörfum og hvað ekki, að hverju skuli stefnt, menn verði að standa sig í meiri hluta sem minni hluta með það að skila málum á réttum tíma en ekki tryllast og kasta fram popúlísku, innihaldslausu tali þegar bent er á þá staðreynd.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: