- Advertisement -

Alþingi: Hvar eru húsnæðisfrumvörpin?

Stjórnmál Heiða Kristín Helgadóttir, Bjartri framtíð, spurði Eyglóu Harðardóttur húsnæðismálaráðherra frétta af húsnæðisfrumvörpunum. „Margir hafa farið af stað og gert ýmis plön, talsvert margir bíða eftir þessum frumvörpum. Þeim hefur verið lofað hér trekk í trekk. Sveitarfélögin hafa lagt af stað í vinnu við að búa til stefnur og gert stór plön um að mæta hinum brýna húsnæðisvanda sem hefur mikil áhrif á kjör almennings og þeirra sem verið hafa í kjarabaráttu síðustu árin.“

„Þetta er á lokametrunum og ég vænti þess að það geti skýrst á næstunni hvenær frumvörpin koma fram hér í þinginu,“ svaraði Eygló.

Heiða Kristín var ekki að fullu ánægð með svör ráðherra og vill fá að vita hvað tefur í samskiptum við deilendur á vinnumarkaði. „Hvaða skoðun hafa þessir aðilar á þeim frumvörpum sem er verið að leggja fram?“

Eygló nefndi sem dæmi félagslegt húsnæðiskerfi. „Það er hins vegar mjög flókið að gera nýtt félagslegt leiguíbúðakerfi eins og kemur fram í þessari yfirlýsingu. Þeir sem koma að þessu geta haft mjög skýra sýn á það hvernig þeir sjá hlutina raungerast en sú sýn fellur ekki alltaf saman við sýn annarra eins og við þekkjum þegar menn eiga í viðræðum.Við erum að reyna að ná saman um þetta.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: