- Advertisement -

Alþingi í dag: „Þetta er slíkur viðbjóður“

„Þetta er orðið alveg passlegt. Reyndu að hafa stjórn á þessu liði.“

Helga Vala Helgadóttir.

„Mér er mjög brugðið. Rétt í þessu kom hæstvirtur dómsmálaráðherra upp og vændi væntanlega alla meðlimi í allsherjar- og menntamálanefnd um það — eða kannski bara þá sem einhvern tímann hafa starfað með erlendu fólki — að vera að ganga einhverra sérstakra hagsmuna, að vera að gera greiða, að fá mögulega einhvern greiða á móti. Hvert erum við komin, herra forseti, þegar við þurfum að sitja undir þessum róg hér frá hæstvirtum ráðherrum og þingmönnum, að við séum með einhver annarleg sjónarmið uppi þegar við erum að afgreiða hér lög? Margur heldur mig sig. Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, ég er orðin svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, að ég óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt. Reyndu að hafa stjórn á þessu liði,“ sagði Helga Vala Helgadóttir eftir ræðu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: