- Advertisement -

Alþingi samþykki þjóðaratkvæði um orkupakkann

Trúir ekki öðru en þingmenn samþykki aðkomu almennings.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um þjóðaratkvæði um þriðja orkupakkann.

„Von­andi fæ ég að mæla fyr­ir þess­ari þings­álykt­un­ar­til­lögu minni um ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu um þriðja orkupakk­ann sem fyrst eft­ir að Alþingi kem­ur sam­an eft­ir páska­hlé á störf­um þings­ins. Ég trúi ekki öðru en all­ir þeir þing­menn sem unna lýðræði, og ekki síst hug­mynd­um um beint lýðræði, muni fagna þess­ari til­lögu minni og leggja sitt af mörk­um til að hún hljóti samþykki meiri­hluta á þingi,“ segir Inga í grein sem birt er í Mogganum í dag.

„Það hef­ur vart farið fram hjá nein­um að fyr­ir­huguð inn­leiðing þriðja orkupakk­ans svo­kallaða hef­ur valdið mikl­um deil­um í sam­fé­lag­inu,“ skrifar hún. Inga bendir á að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands geti ekki verið „öryggisventill“ hvað varðar orkupakkann.

„Þar sem um þings­álykt­un er að ræða hef­ur for­seti Íslands ekki synj­un­ar­vald eins og gild­ir um laga­frum­vörp. Því hef­ur al­menn­ing­ur ekki færi á að hvetja for­seta með und­ir­skrifta­söfn­un eða öðrum hætti til að synja mál­inu staðfest­ing­ar og leggja það þar með í þjóðar­at­kvæði. Þetta þýðir þó ekki að þar með sé loku fyr­ir það skotið að vísa þessu máli til þjóðar­inn­ar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: