- Advertisement -

Alþingi virði vilja þjóðarinnar

…leggur blessun sína yfir að þingmenn nýti sér almannafé til að sækja afmæli og jarðarfarir er úrelt viðhorf…

„Við Píratar vitum nefnilega að Alþingi mun ekki endurheimta traust þjóðarinnar fyrr en Alþingi virðir vilja þjóðarinnar,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir á eldhúsdegi Alþingis.

„Við sjáum að það er borin von að halda að hægt sé að efla virðingu fyrir þinginu með því að sussa á gagnrýnisraddir og sópa óþægilegum staðreyndum undir teppið. Það viðhorf forsætisnefndar Alþingis að það rýri traust til Alþingis að þingmenn tali opinskátt um spillingu í sínum röðum á sama tíma og hún leggur blessun sína yfir að þingmenn nýti sér almannafé til að sækja afmæli og jarðarfarir er úrelt viðhorf og mun senn heyra sögunni til. Ég er einkar bjartsýn á að sú spá mín rætist.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þótt sumum flokkum finnist erfitt að jafna atkvæðavægið á landsvísu er það besta lýðræðið að allt landsfólk hafi sama vægi í lýðræðislegum kosningum. Og þótt sumum flokkum finnist erfitt að gefa almenningi rétt til þess að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem þingið samþykkir er lýðræðislegt og rétt að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um samfélag sitt. Og þótt sumum flokkum finnist erfitt að tryggja eignarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum í stjórnarskrá eiga þeir ekki auðlindirnar og verða á endanum að sætta sig við það. Og þótt sumum flokkum þyki sjálfsagt að þeir makki sín á milli um stjórnarskrána verða þeir á endanum að sætta sig við að þannig á það ekki að vera. Þjóðin er eini raunverulegi og lýðræðislegi stjórnarskrárgjafinn og þjóðin hefur þegar gefið okkur nýja stjórnarskrá. Það er kominn tími til að sætta sig við — nei, það er kominn tími til að fagna því, þakka fyrir þá góðu gjöf og taka hana í notkun.“

Úr þingsal.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: