- Advertisement -

Alvarlegt inngrip í sjálfstæði Seðlabankans

Sprengisandur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefði skaðað sjálfstæi Seðlabankans með breytingum á lögum um bankann í febrúar 2009. En var ekki eðlilegt að þáverandi ríkisstjórn vildi gera breytingar á Seðlabanka Íslands. „Við erum að tala um grundvallaratriði, að virða sjálfstæði Seðlabankans.“

„Mér finnst mjög svartur blettur hvernig gengið fram við breytingar á lögum um Seðlabankann á síðasta kjörtímabili, í febrúar 2009. Ég ætla ekki aftur að taka þátt í þannig skollaleik. Mér er umhugað um sjálfstæði Seðlabankans. Ef það tekur tíma að breyta lögunum, til að tryggja að það verði vandað og vel gert, þá verður bara svo að vera,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður hvort hann hafi ekki ætlað að vera búinn að vinna að breytingum á st´jorn Seðlabankans, til að mynda að fjölga bankastjórum. Hann sagðist vel sættast við að þetta taki sinn tíma, það verði að vanda til verka og taki það einhvern tíma, verði svo að vera. „Það má ekki vera grímulaust inngrip í Seðlabankann einsog gert var 2009.“

Skutu sér undan ábyrgð

Bjarni segir að sama fólk og sat í ríkisstjórn, fyir hrun, hafi síðan ráðist að Seðlabankanum. „Getur verið að fólk hafi verið að skjóta sér undan ábyrgð og athygli á eigin verkum? Í hvaða stöðu eru þeir sem fóru fyrir því máli, Samfylkingin, Jóhanna Sigurðardóttir og aðrir til að varpa frá sér allri ábyrgð yfir á Seðlabankann og grípa inn í skipunartíma bankastjóranna og gera lagabreytingar? Þetta fólk var ekki, í mínum huga, í sterkri stöðu til að stíga þessi skref. Þetta er stærsta og alvarlegasta inngrip í sjálfstæði Seðlabankans sem við höfum nokkru sinni séð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni benti á að Samfylkingin hafi setið í ríkisstjórn frá árinu 2007. „…og taldi sér stætt á að sitja áfram í ríkisstjórn þrátt fyrir að ekki væri meirihluti á þingi til þess.“

Hann sagði aldrei áður hafa gerst að farið sé í breytingar á stjórnarskrá eða á lögum um Seðlabankann án þess að það hafi eðlilegan aðdraganda og um það hafi verið samráð. Síðasta ríkisstjórn hafi ekki gert það og „…hún lagði til breytingar á stjórnarskránni og á lögum um Seðlabankann án þess að tala við kóng eða prest. Hún virti ekki stjórnarandstöðuna viðlits. Það var árás á sjálfstæði Seðlabankans.“

Landsdómsmálið hefur enn mikil áhrif

Má skilja þig þannig að breytingarnar á Seðlabankanum og málið gegn Geir H. Haarde hafi áhrif enn og með hverjum þið til að mynda viljið vinna?

„Þetta hefur áhrif á traust. Þetta hefur áhrif á samskipti. Þetta dregur fram mun á afstöðu til ýmissa mála, ýmissa prinsippmála. Hversu langt erum menn tilbúnir að ganga, hvar liggja mörkin um að ná fram stjórnmálalegum markmiðum og því sem þér finnst í hjarta þínu vera algjört prinsippmál sem þú getur ekki tekið þátt í. Hversu auðvelt hefði verið fyrir okkur í Sjálfstæðisflokknum að ná fram einhverjum skammtíma pólitískum markmiðum með því að ákæra pólitíska andstæðinga. Þetta var prinsippmál sem við tókum ekki þátt í.“

Bjarni sagðist meta afstöðu Ögmundar Jónassonar. En hefur það ekki mikil áhrif að í báðum málunum voru fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins?

„Jú, þess vegna verður málið heitara opg freistingar stærri fyrir andstæðinga okkar. Hvað gera menn þegar þeri standa frammi fyrir freistingum?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: