- Advertisement -

Anna Kristjáns læknaðist af sólarlandafordómum: „Finnst samt enn vont að fá sand upp á milli stórutánna”

Anna Kristjáns lætur ekki deigan síga og splæsir í skemmtilegan pistil sem ber yfirskriftina: Dagur 1046 – Sólarlandafordómar.

Byrjar svona:

„Ég játa. Fyrr á árum þjáðist ég af sólarlandafordómum sem sést af því að mín fyrsta ferð til Spánar var svo seint sem í apríl 2018. Í mörg ár hæddist ég að þeim sem fóru til Costa del Sol, Costa Blanca, Mallorca, Rimini og Kanaríeyja. Það var aldrei talað um Tenerife á þeim árum,” segir hún og bætir við:

„Þegar ég fór til útlanda var það annað hvort vinnutengt eða tengt félagsmálum og ég taldi mér trú um að borgarferðir væru hið eina rétta fyrir mig. Ég kom til Lundúna, New York, Hamborgar, Kaupmannahafnar, Parísar, Vínarborgar, Genfar, Mílanó, Bratislava og fleiri borga og reyndi að njóta andrúmsloftsins eins og mér var unnt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sólarlönd voru ekki inni í myndinni. Það var samt fáránlegt að ég skildi búa mér til þessa afstöðu.

Frá Tenerife.

Ég elskaði sól og varma, fannst aldrei betra en þegar hitinn var kominn yfir 25°C og helst yfir 30°C.”

Anna nefnir að „þegar hitinn í vélarúminu var slíkur að mönnum fannst sem þá sviði í andlitið vegna hitans var ég sátt. Svo gerðist eitthvað. Einhverjir félagar mínir höfðu sest að á Spáni og í Thailandi og leið vel; ég fór að horfa í þá áttina en var samt efins.

Þrátt fyrir mörg ár í farmennsku hafði ég aldrei komið til Spánar né Portúgal.”

Hún segir frá því að þegar það styttist í lok starfsferilsins hafi orðið breyting.

„Svo var farið að styttast í að ég hætti að vinna og ég braut ég odd af oflæti mínu og fór til Torrevieja vorið 2018 og dvaldi þar í viku. Fyrstu dagana var rigning og rok á svæðinu, svo rok í einhverja daga og loks tveir sæmilegir dagar, annar þeirra góðurl

Ég hefði átt að fyllast hamingjuhrolli af slíkri reynslu en gerði það ekki þrátt fyrir yndislega vini á svæðinu. Ég sannfærðist enn frekar um að betra væri að vera í einhverri borg norðar í álfunni.

Svo skrapp ég til Tenerife um haustið 2018 uppfull efasemda, en fór samt eftir hvatningu fólks að gefa þessu tækifæri. Eftir það var ekki aftur snúið. Ég var vart hætt að vinna er ég pakkaði saman og hélt suður á bóginn og hefi verið hér síðan, læknuð af sólarlandafordómum. Mér finnst samt ennþá vont að fá sand upp á milli stórutánna.”

– Trausti


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: