- Advertisement -

Annað verðlag hefur fimmfaldast

„Ég ætla, með leyfi forseta, að lesa upp úr flugauglýsingu í Morgunblaðinu:

„Óvenjuhagstætt flugfargjald. Við bjóðum þér upp á einstakt tækifæri að upplifa vorið í þremur vinsælum borgum Evrópu, Kaupmannahöfn, Amsterdam og London.““

Þetta sagði Pawel Bartoszek á Alþingi fyrr í dag. Fylgjum honum ögn lengur:

„Þar til hliðar má sjá þessi óvenjuhagstæðu flugfargjöld: Kaupmannahöfn 26.690 kr., Amsterdam 26.690 kr., London 26.250 kr. Þetta er sem sagt auglýsing í Morgunblaðinu árið 1991. Árið 1991 er því slegið upp með gleði að unnt sé að komast til Evrópu á um 27.000 kr. Til að gæta allrar sanngirni þá fylgdi cordon bleu-kjúklingur með, fríir gosdrykkir og innritaður farangur. En hvert er lægsta verðið í dag, 34 árum síðar? Einföld leit sýnir að hægt er að komast til London til og frá á 11.000 kr. með Easyjet. Ódýrasta farið fram og til baka til Amsterdam er á 22.000 kr. með Transavia og til Kaupmannahafnar er hægt að komast á 24.000 kr. fram og til baka með SAS. Til viðbótar er í dag flogið til fjölmargra áfangastaða sem ekki voru á kortinu fyrir 34 árum síðan og þannig er hægt að komast til Varsjár með Wizz Air á 16.000 kr. og svo mætti lengi telja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Afnám hafta, afnám ríkiseinokunar, einkavæðing, tilkoma lággjaldaflugfélaga, aukin samkeppni — allt þetta hefur gert það að verkum að flugferðir til og frá landinu eru svipað dýrar, jafnvel ódýrari í krónum talið og þær voru árið 1991 áður en EES-samningurinn tók gildi. Hvaða aðra þjónustu er hægt að segja þetta um? Annað verðlag hefur fimmfaldast. Það má ekki gleyma þvílík gæfa það var þegar Evrópusambandið réðst í opnun flugmarkaðar í Evrópu á árunum 1992–1997 og þvílík gæfa það hefur verið fyrir okkur Íslendinga að vera hluti af því ferli í gegnum þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: