- Advertisement -

Annars verður kollsteypa

…formönnum VR, Eflingar og VLFA verður kennt um.

Ragnar Önundarson skrifar:

Þegar þjóðartekjur dragast saman, td. vegna verðfalls eða aflabrests, eða þá samdráttar í fjölda ferðamanna, þá þarf að minnka þau raunlaun sem þjóðin fær, annars verður viðskiptahalli og skuldasöfnun erlendis. Þetta er eingöngu gerlegt með lækkun gengisins, sem þýðir verðbólgu, vísitölu- og skuldahækkun, m.ö.o. rýrnun kaupmáttar, einu sinni enn.

Eina raunhæfa leiðin er að afnema verðbólguna, með nýrri þjóðarsátt. Því miður virðast hinir hærra launuðu innan ASÍ og opinberir starfsmenn ekki vera tilbúnir að taka þátt í nýrri sátt um að rétta hlut hinna lægst launuðu. Vitleysiskrafan um að „menntun verði metin til launa“ er til dæmis um það. Hún gengur þvert á regluna „sömu laun fyrir sömu vinnu“, sem er eina vitið.

Ef verður kollsteypa er það þessum hópum að kenna, en formönnum VR, Eflingar og VLFA verður kennt um.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: