- Advertisement -

ÁPÁ: Hef ekki áhuga á að vera formaður í réttsýnisflokki

Sprengisandur „Ég hef engann áhuga á að vera formaður í réttsýnisflokki, í forskriftarflokki. Ég gafst upp á að vera í Alþýðubandalaginu á sínum tíma, mér fannst svo dapurlegt og þunglyndislegt, þessi eilíf besserwissergangur, að vita alltaf betur en allir aðrir. Það sem heillaði mig við Samfylkinguna var að fólk skyldi vilja koma saman úr mjög ólíkum áttum og vera tilbúið að rökræða og una lýðræðislegri niðurstöðu án þess að útmála hvort annað sem ósanna jafnaðarmenn eða ósanna þetta eða hitt. Það er lykilatriði,“ sagði Árni Páll Árnason meðal annars í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í gær.

Viðtalið má heyra hér.

Jafnaðarmenn í hundrað ár

Sprengisandur_761x260_Bylgjan „Við fögnum á nýju ári hundrað ára afmæli stjórnmálahreyfingar jafnaðarmanna og hundrað ára afmæli verkalýðshreyfingarinnar og þó við höfum náð gríðarlegum árangri í kjarabaráttu er alltaf hætta á mismunun í samfélaginu og við höfum upplifað hættu á vaxandi misskiptingu á síðustu áratugum. Verkefnin eru ekki að fara. Það verður áfram þörf fyrir flokk jafnaðarmanna. Við verðum hins vegar að þróa hann að nýjum tímum,“ sagði Árni Páll.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Erfið staða Samfylkingarinnar var rædd. „Eitt er hafið yfir vafa, það er þörf fyrir jafnaðarmannaflokk á Íslandi,“ sagði formaðurinn.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur lokið skrifum á bók um Alþýðuflokkinn sem var stofnaður árið 1916.

Ár uppgjöra

Framundan eru uppgjör innan Samfylkingarinnar. Landsfundur verður í byrjun árs 2017. „Það verður svigrúm fyrir allsherjar atkvæðagreiðslu í lok næsta árs.“

Uppgjör vegna stöðu flokksins verður þá óhjákvæmilega á árinu 2016?

„Það verður óhjákvæmilega kringum áramótin, fyrir eða eftir áramót.“

Sextán þúsund félagar eru í Samfylkingunni. Árni Páll vill fjölga þeim, en hvernig?

Hann segir flokka verða að opna sig, kalla eftir öllum sem vilja koma, sem eru með hugmyndir. Hann segir margt framundan hjá sínum flokki, svo sem landsbyggðarmál og fleira. Leitast verði að fá sem flest fólk til þátttöku. „Fólk á að geta komið og haft áhrif á stefnuna. Í framhaldi verður allt opið upp á gátt, formannskjör, val á framboðslista. Samfylkingin verður að vera opinn flokkur. Það á enginn neitt og við ætlum ekki að tefla neinum í skjól.“

Gafst upp á besserwissurum í Alþýðubandalaginu

„Ég hef engann áhuga á að vera formaður í réttsýnisflokki, í forskriftarflokki. Ég gafst upp á að vera í Alþýðubandalaginu á sínum tíma, mér fannst svo dapurlegt og þunglyndislegt, þessi eilífi besserwissergangur, að vita alltaf betur en allir aðrir. Það sem heillaði mig við Samfylkinguna var að fólk skyldi vilja koma saman úr mjög ólíkum áttum og vera tilbúið að rökræða og una lýðræðislegri niðurstöðu án þess að útmála hvort annað sem ósanna jafnaðarmenn eða ósanna þetta eða hitt. Það er lykilatriði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: