- Advertisement -

Árborg á kúbunni og ekki rekstrarfær

„Frá ár­inu 2018 þegar nú­ver­andi meiri­hluti tók við stjórn sveit­ar­fé­lags­ins hafa tekj­ur A-hluta bæj­ar­sjóðs hækkað um 1.667 millj. kr., en gjöld hækkað um 2.361 millj. kr. Tekj­ur dugðu ekki fyr­ir rekstri á ár­inu 2020 og versnaði af­koma sveit­ar­fé­lags­ins um 900 millj. kr. frá ár­inu 2018. Yf­ir­lýst mark­mið nýs meiri­hluta var að „stoppa lek­ann“, meint­an út­gjaldaleka úr bæj­ar­sjóði. Ljóst er að leka­bytt­an lek­ur all­hressi­lega,“ segir meðal annars í grein sem Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar í Mogga dagsins.

Þar segir líka: „Sveit­ar­fé­lagið Árborg get­ur ekki tal­ist rekstr­ar­hæft þar sem það þarf að taka lán fyr­ir rekstr­in­um. Sú staða er afar dap­ur­leg þótt ekki meira sé sagt, en þrátt fyr­ir það fagn­ar bæj­ar­stjóri því í grein­ar­gerð sinni að sveit­ar­fé­lagið sé á leið í skulda­bréfa­út­boð, sem veru­leg­ar lík­ur eru á að skili hærri vöxt­um en Lána­sjóður sveit­ar­fé­laga get­ur boðið þeim sveit­ar­fé­lög­um sem upp­fylla skil­yrði til að vera þar í viðskipt­um. Staðan er al­var­leg og er ekki út­lit fyr­ir að hún batni á yf­ir­stand­andi ári.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: