- Advertisement -

Átökin erfið fyrir Sjálfstæðisflokkinn

„…er ým­is­legt sagt sem bet­ur hefði verið látið ósagt.“

Óli Björn Kárason skrifar um orkupakkann, Sjálfstæðisflokkinn og átökin í vikulegri grein sinni í Mogganum.

Skoðum fyrst hvað hann segir um flokkinn og fætinginn:

„Öllum má vera ljóst að umræðan um þriðja orkupakk­ann hef­ur reynst Sjálf­stæðis­flokkn­um á marg­an hátt erfið. Það hef­ur verið deilt hart – á stund­um með stór­yrðum, vill­andi upp­lýs­ing­um og staðhæf­ing­um sem eiga enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Þegar tek­ist er á af sann­fær­ingu og eld­móði er ým­is­legt sagt sem bet­ur hefði verið látið ósagt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Óli Björn heldur áfram: „Við sem skip­um þinglið Sjálf­stæðis­flokks­ins get­um ekki kveinkað okk­ur und­an gagn­rýni flokks­bræðra og -systra. Hún er eðli­leg­ur hluti af starfi þing­manns­ins. Hann verður að hlusta og taka til­lit til og skilja ólík sjón­ar­mið. En þingmaður verður einnig að hafa burði til að svara og taka af­stöðu til mál­efna. Sá sem feyk­ist líkt og lauf í vindi og skipt­ir um skoðun til að geðjast síðasta viðmæl­anda skil­ur aldrei eft­ir sig önn­ur spor en þau sem fenn­ir strax yfir.“

Nokkrum orðum ver hann til að tala um flokkinn og stöðu hans:

„Stjórn­mála­flokk­ur sem þolir ekki átök hug­mynda – hörð skoðana­skipti flokks­manna – mun fyrr eða síðar visna upp og glata til­gangi sín­um. Slík­ur flokk­ur get­ur aldrei orðið hreyfiafl fram­fara eða upp­spretta nýrra hug­mynda. Flokk­ur sem býr ekki til frjó­an jarðveg fyr­ir sam­keppni hug­sjóna og skoðana, verður ekki til stór­ræða og á lít­il­fjör­legt er­indi við framtíðina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: