- Advertisement -

Aukin harka í innheimtu

„Hér í gamla daga voru lán ekki gjaldfelld fyrr en vanskil voru orðin veruleg.  Þá gjarnan 6-9 gjalddagar og sá síðasti kominn í 90 daga vanskil.  Það var á þeim tíma, þegar lánveitendur hugsuðu um viðskiptasambandið við lántakann og lánveitendum dugði að fá dráttarvexti til að bæta þeim dráttinn á réttri greiðslu.  Samtal átti sér stað milli lántaka og lánveitanda um það hvernig væri hægt að koma láni í skil og hvernig lánveitandinn gæti stutt betur við lántakann,“ skrifaði Marinó G. Njálsson á Facebook.

„Í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, má helst skilja, að Menntasjóður námsmanna hafi orðið fúll yfir því, að láni hafi verið komið í skil eftir að einn gjalddagi fór í vanskil, þannig að hann gat ekki gjaldfellt það og gengið á ábyrgðarmann lánsins.  Núna líða nefnilega ekki nema nokkrir dagar (að því virðist) frá því að vanskil verða, þar til lán er gjaldfellt.  Það var nefnilega ekki eins arðvænlegt fyrir sjóðinn að lánið væri í skilum.  Hann myndi hafa mun meira út úr því að innheimta allar eftirstöðvarnar og helst ganga á eignir ábyrgðarmannsins.

Greinilegt af sem áður var, að lántakar og ábyrgðarmenn fengu áskorun um að koma láni í skil innan tiltekins frests, áður en til gjaldfellingar kæmi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: