- Advertisement -

Skólar borgarinnar drabbast niður

Samfélag Borgarráðsfultrúar Sjálfstæðisflokksins minntu á, á fundi borgarráðs í gær, að þeir hafi lagt fram tillögu í júní þar sem þeir vildu að farið yrði í átaksverkefni; „…vegna viðhalds og endurbóta á húsnæði og lóðum leikskóla og grunnskóla og frístundamiðstöðva í borginni. Unnin verði áætlun til fimm ára þar sem fram komi forgangsröðun viðhalds og endurbótaverkefna í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar og verði hún birt opinberlega á vef Reykjavíkurborgar.“

Tillagan var tekin fyrir í borgarráði hálfu ári síðar. „Mikilvægt er að bregðast við ófullnægjandi viðhaldi á skólalóðum, leikskólalóðum og lóðum frístundaheimila en afgreiðsla tillögunnar í borgarráði, þar sem hún er ekki samþykkt en vísað áfram, gefur því miður ekki tilefni til að ætla að við því verði brugðist,“ segir í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í borgarráði.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: