- Advertisement -

Skólastjórnendur með ranga menntun

„Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það.“

„Við skólann starfa stjórnendur án þess að hafa til þess tilskylda menntun og leyfisbréf samkvæmt lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda en við ráðningu í stjórnunarstörf við framhaldsskóla skal umsækjandi hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi,“ segir í pistli Guðríðar Arnardóttur, formanns Félags framhaldsskólakennara, þar sem hún skrifar um fyrirhugaða sameiningu Fjölbrautarskólans við Ármúla og Tækniskólans.

Enginn fjárhagslegur ávinningur

„Tækniskólinn er algjörlega háður fjárframlögum frá hinu opinbera. Nákvæmlega sama krónutala fylgir hverjum nemanda samkvæmt reiknilíkani menntamálaráðuneytisins eins og til annarra framhaldsskóla landsins. Þegar Félag framhaldsskólakennara gerir kjarasamninga fyrir hönd kennara við skólann eru samningar opinberu skólanna speglaðir nánast óbreyttir. Þótt eigendur Tækniskólans hafi lagt fram stofnfé til skólans í upphafi hefur ekkert farið fyrir framlögum þeirra síðasta áratuginn. Fjárhagslegur ávinningur er því enginn fyrir hið opinbera af einkavæðingunni fyrir starfsemi skólans,“ skrifar Guðríður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heitir og er einkarekstur

„Tækniskólinn er eignarhaldsfélag. Hann er einkarekinn og rekstrarfélagið er í eigu samtaka á almennum markaði og skipa fulltrúar þeirra stjórn skólans. Einkarekstur heitir það og einkarekstur er það.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: