- Advertisement -

Léleg í lestri og ráðherrann situr hjá

Fræðimenn Há­skóla Íslands á sviði lestr­ar hafa ekk­ert fært fram og þögn­in þar um les­hraðamæl­ing­ar og hið heima­til­búna Byrj­enda­læsi er æp­andi.

Eyjólfur Ármannsson.
Eyjólfur Ármannsson alþingismaður.

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifar um lestrarkennslu í Moggann í dag. Hann skrifar meðal annars:

„Ef eitt­hvert mál kall­ar á rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is þá er það lestr­ar­kunn­átta og lestr­ar­kennsluaðferðir á Íslandi.“ Í grein Eyjólfs segir: „Byrj­enda­læsi, kennsluaðferð sem þróuð var hjá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri og kennd er í um 100 grunn­skól­um á Íslandi, leiðir ekki til betri ár­ang­urs nem­enda á sam­ræmd­um könn­un­ar­próf­um. Þetta kom fram í sam­an­tekt Mennta­mála­stofn­un­ar 2015. Nem­end­ur sem lærðu að lesa með aðferðinni voru verr stadd­ir en þeir sem það gerðu ekki. Mun­ur nem­enda í fjórða bekk var einn heill í ein­kunn á sam­ræmd­um próf­um. Þrátt fyr­ir þetta hef­ur verið haldið áfram að nota þessa heima­til­búnu kennsluaðferð við lest­ur, aðferð sem bygg­ist ekki á fremstu vís­ind­um.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er vitað um neina rann­sókn, sem hef­ur birst í alþjóðlegu tíma­riti, um ár­ang­ur Byrj­enda­læsis fyr­ir lestr­arkunn­áttu barna. Þrátt fyr­ir það hef­ur Há­skól­inn á Ak­ur­eyri selt Byrj­enda­læsi í 86-100 (af 175) grunn­skóla lands­ins. Ótrú­legt er að meira en helm­ing­ur skóla lands­ins hafi keypt þessa aðferð án viður­kenndra rann­sókna eða ár­ang­urs­mæl­inga. Hvar eru mennta­málaráðherra og Há­skóli Íslands?

Hvorki mennta­málaráðherra né Há­skóli Íslands hafa gert nokkuð til að taka á þessu vanda­máli. Fræðimenn Há­skóla Íslands á sviði lestr­ar hafa ekk­ert fært fram og þögn­in þar um les­hraðamæl­ing­ar og hið heima­til­búna Byrj­enda­læsi er æp­andi.

Lík­lega hef­ur tjónið af ís­lenska klík­u­sam­fé­lag­inu, fúsk­inu og prinsipp­leys­inu aldrei verið meira en þegar kem­ur að lé­legri lestr­arkunn­áttu í land­inu. Sorg­legt er fyr­ir þing­mann að heyra í kjör­dæmi sínu um lé­legt læsi nem­enda og frá­sagn­ir for­eldra um lestr­ar­erfiðleika upp­kom­inna barna sinna, sem aldrei var kennt að lesa með rétt­um hætti og upp­lifðu kvíða og van­mátt vegna hraðlestr­ar­prófa. Enn sorg­legra er að ráðherra mála­flokks­ins og æðsta mennta­stofn­un þjóðar­inn­ar hafa ekk­ert gert í mál­inu og virðast ekki einu sinni hafa skoðun á því.

Ef eitt­hvert mál kall­ar á rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is þá er það lestr­ar­kunn­átta og lestr­ar­kennsluaðferðir á Íslandi og mátt­leysi ís­lenskra stjórn­valda og þögn æðstu mennta­stofn­un­ar lands­ins í mál­inu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: