- Advertisement -

Blankir skólar senda börnin heim

Í Reykjavík kemur fyrir að skólar sendi börnin heim forfallist kennarar. Ekki er nægum peningum varið í forfallakennslu og eina ráð skólastjórnenda er þá að vísa börnum heim þegar peningarnir eru uppurnir.

Þetta er staðreynd. Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir í Mogganum í dag: „Það er gert þó að skóla­skylda sé og lög­boðið að nem­end­ur fái for­falla­kennslu í veik­ind­um kenn­ara sinna. Ástandið er því grafal­var­legt í skóla­kerf­inu.“

Helgi Gríms­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir í Mogganum, vand­ann vera tvíþætt­an. Ann­ars veg­ar dugi fjár­magn ekki en hins veg­ar geti reynst erfitt að manna for­falla­kennslu.

„Al­mennt má segja að skól­ar fái fjár­veit­ing­ar til að standa straum af kostnaði vegna for­falla­kennslu í skamm­tíma­veik­ind­um. Það er fjár­veit­ing sem nær yfir allt árið. Það geta komið upp til­vik þar sem sú fjár­veit­ing dug­ar ekki til að mæta kostnaði vegna veik­inda,“ seg­ir Helgi. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: