- Advertisement -

Galnar hugmyndir

Aðalheiður Steingrímsdóttir.
„Er það eðlilegur hlutur að opinber skóli sé settur í hendur atvinnulífsins?“

Það sjá allir sem um þetta vilja hugsa að þetta eru galnar hugmyndir og að við erum sem samfélag komin út á hættulegar brautir í menntamálum,“ skrifar Aðalheiður Steingrímsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, um fyrirhugaða sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla.+

„…verið er að lækka þröskuldana fyrir meiri umsvifum einkaaðila í almenna skólakerfinu og að lokað er á lýðræðislega umræðu um stefnumótun í menntamálum. Og hér er ástæða til að rifja upp orð forsætisráðherra á dögunum um að hann sæi hreint ekkert athugunarvert við að einkaaðilar sem hafa með höndum opinbera starfsemi fyrir almenning geti tekið hagnað úr rekstrinum,“ skrifar hún ennfremur.

Aðalheiður spyr nokkurra áleitinna spurninga: „Er það eðlilegur hlutur að opinber skóli sé settur í hendur atvinnulífsins? Er það eðlilegur hlutur að hagsmunir atvinnulífsins ráði ákvörðunum í menntamálum? Er það endilega svo að hagsmunir nemenda og almennings séu þeir sömu og hagsmunir atvinnurekenda og atvinnulífsins? Eru hér að baki í þessu máli einhver lýðræðisleg fjöldasamtök sem eru málsvarar hagsmuna nemenda og almennings? Og sýnir sameining þessara skóla að ráðherra hyggst láta atvinnulífinu eftir það hlutverk að halda úti verk-, tækni- og starfsmenntun í landinu? Gæti þá næsta skrefið verið að setja fleiri skóla í hendur atvinnulífisins, VMA í hendur Samherja og VA í hendur Síldarvinnslunnar og Norðuráls?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hér er má lesa skrif Aðalheiðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: