- Advertisement -

Sveltistefna ríkisstjórnarinnar

- Ari Trausti Guðmundsson segir stefnu ríkisstjórnarinnar, hvað varðar háskóla lansdsins, vera sveltistefnu.

Ari Trausti Guðmundsson.

 „Það er oft gjá á milli orða og efnda í pólitík. Efling menntunar merkir ekki nauðhyggja í fjármálum. Því miður stefnir í fleiri ár kyrkings í þessum efnum ef stjórnin lifir. Ef maður kíkir í ógagnsæ ríkisfjármálin eins og þau koma fyrir í þessu plaggi okkar þá stendur þar að efla skuli gæði háskólastarfs. Þegar nánar er lesið er talað um gæðaráð og ný reiknilíkön, upplýsingakerfi og endurskoðun laga. Þar með er allt upptalið. Tugir námskeiða hafa fallið niður í Háskóla Íslands. Það er ekki ráðið í sumar prófessorsstöður sem losna. Þá spyr maður: Hvers konar gæðastarf er það?“

Þetta heitir stöðnun

„Þegar rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að á öllu tímabilinu sem um ræðir þá er innan við 3 milljarðar sem ganga til háskólastarfsins í heild. Í Háskóla Íslands þá er t.d. 15 milljóna aukning milli áranna 2019 og 2020 og niðurskurður upp á 21 milljón á milli áranna 2020 og 2021. Þetta heitir stöðnun á íslensku,“ sagði Ari Trausti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hús íslenskra fræða

„Þegar er svo tekið tillit til þess að Hús íslenskra fræða er inni í þeim tölum, eða a.m.k. áætlun sem þarna eru settar fram, þá kemur ómögulega fram hvað er til rekstursins sjálfs. Þegar rýnt er í það sem sagt er um þekkingarsetur og háskóla utan Reykjavíkur, sem eru ekki nefndir á nafn í þessu ágæta plaggi, þá er rætt um samvinnu, það er rætt um betri yfirsýn og annað slíkt, en það kemur ekki fram að það gangi raunverulega nokkrir viðbótarfjármunir til þessa starfs.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: