- Advertisement -

Auknar líkur á málþófi Miðflokks

Miðflokkurinn sprengir utan af sér hvern fundarsalinn af öðrum þegar farið er um og haldnir opnir fundir um orkupakkann. Miðflokkurinn er í sókn, bætir við sig fylgi. Miðflokkurinn er í meðbyr og hættir því ekki ótilneyddur.

Síðustu daga hefur mátt lesa á milli línanna í skrifum þingmanna að ekki verði staðið við samkomulagið um stutta þingfundi og orkupakkinn verði síðan afgreiddur í byrjun næsta mánaðar.

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar grein í Mogga dagsins. Hún talar skýrar en kollegar hennar hafa gert að undanförnu. Anna Kolbrún fer hingað og þangað í grein sinni en endirinn er allt sem hún hefði þurft að segja:

„Lítið hefur verið gert úr orkupakkanum af þingmönnum ríkisstjórnarinnar en hann er ekki svo lítill og áhrif hans eru víðtæk. Það verður áhugavert að fylgjast með framgangi mála í Noregi og í raun væri eðlilegast að bíða eftir niðurstöðu þar ytra áður en Ísland heldur áfram að meðhöndla málið í þinginu. Það er ekki laust við að ég spyrji mig enn á ný hvers vegna ríkisstjórninni liggur svona mikið á.“

Anna Kolbrún leggur til bið. Það mun verða stef Miðflokksins næstu daga, innan þings og utan.

Uppfært. Björn Leví bendir á að búið sé að semja um ræðutíma og því sé ógerlegt að beita málþófi. Þá er enn meiri óvissa um til hvaða bragðs þingmenn Miðflokksins grípa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: