- Advertisement -

Aumkunarvert yfirklór meirihlutans

Á þessu ári er 2,5 milljörðum króna varið til almenns viðhalds á fasteignum borgarinnar, þar af 60% til skólahúsnæðis.

Tekist var á um ástand skólahúsa í Reykjavík og fundi borgarstjórnar. Vigdís Hauksdóttir bókaði:

„Fullkomið skilnings- og viljaleysi birtist hjá borgarstjóra og meirihlutanum um ástand skólahúsnæðis og byggingar- og viðhaldsþörf skólanna í Reykjavík. Gripið er í gamla margtuggna frasa sem halda ekki vatni í rökræðunni.“ Hún sagði orðræðu meirihlutans var; „…aumkunarvert yfirklór.“

Meirihlutinn ver sig: „Stórauknu fjármagni hefur verið varið til viðhalds og endurbóta á fasteignum borgarinnar undanfarin ár með sérstakri áherslu á skólahúsnæði. Þannig hafa framlög til almenns viðhalds skólahúsnæðis nær þrefaldast á undanförnum þremur árum; farið úr 590 milljónum í 1.550 milljónir. Á þessu ári er 2,5 milljörðum króna varið til almenns viðhalds á fasteignum borgarinnar, þar af 60% til skólahúsnæðis. Hins vegar er rétt og satt að með hruninu 2008 voru opinberir aðilar, þar með talið ríki, borg og önnur sveitarfélög, nauðbeygðir til að draga úr viðhaldi húsnæðis og það tekur tíma að mæta uppsafnaðri viðhaldsþörf eftirhrunsáranna. Það gengur þó hraðar á allra síðustu árum og vísbendingar eru um að staðan sé almennt betri nú eftir myndarlega innspýtingu sl. 3 ár.“

„Fyrir liggja óteljandi ábendingar og athugasemdir um slæmt ástand skólahúsnæðis í Reykjavík sem rekja má til slaks viðhalds og uppsafnaðs viðhaldsleysis. Þessar athugasemdir og ábendingar stafa frá opinberum eftirlitsaðilum, sérfræðingum, starfsfólki starfsstöðva skóla- og frístundasviðs, frá foreldrum og jafnvel frá skólabörnum sjálfum. Slíkt ber að taka alvarlega og bregðast við með áþreifanlegum hætti,“ bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: