- Advertisement -

Bankar skaði saklausa sem minnst

Gunnar Smári skrifar:

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins með kröfu um að bankar eigi að græða án erfiðis, að þeim eigi að verða tryggður stórkostlegur hagnaður af fákeppnisstöðu sinni. Fréttablaðinu finnst ekki nóg að bankarnir dragi til sín allt að 2% af landsframleiðslu í hreinan hagnað eins og verið hefur undanfarin ár; blaðið hefur ekki áhyggjur af byrðum fólks og fyrirtækja, sem þurfa að vinna fyrir þessum ógnargróða heldur að eigendur bankanna (ríkið og erlendir vogunarsjóðir) græði ekki nóg. Þetta er fádæma heimskuleg umræða.

Peningaveita bankanna er ein af grunnkerfum samfélagsins og á að reka á félagslegum grundvelli með samfélagsleg markmið; ekki sem tæki til að draga enn meira fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga og færa þeim sem eiga mikið og vilja eignast meira. Það er fráleitt að halda því fram að markmið með bankarekstri sé að skaffa eigendum arð og ávöxtun, markmið bankarekstrar er að dreifa peningum um samfélagið með sem minnstum tilkostnaði og með sem minnstum skaða fyrir saklausa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: