- Advertisement -

Bannað senda umsagnir til Alþingis

„Niðurstaðan er sú að ráðuneytið segir okkur ekki t.d. að Landhelgisgæslan sé vanfjármögnuð, að Fangelsismálastofnun sé vanfjármögnuð…“

Björn Leví Gunnarssin.

„Stofnunum er beinlínis bannað að senda umsögn til fjárlaganefndar og Alþingis. Þetta kom fram á fundi efnahags- og viðskiptanefndar,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í umræðu um fjárlög næsta árs.

Búið er að setja tengil á alla ræðu hér að ofan. Ræðan er yfirgripsmikil og ágæt til lestrar.

Björn bendir í raun á að ráðherrar eru að framar í röðina en fjárveitingavaldið sjálft. Það er Alþingi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þetta er það sem ég er að tala um, stöðugleiki frasastjórnmálanna.“

„Það hefur komið fram á fundi fjárlaganefndar líka. Það er beinlínis bannað. Nema fjárlaganefnd biðji sérstaklega um umsögn, þá er ekki hægt að hunsa það. En stofnanir eiga að hafa samband við Alþingi um fjárheimildir o.s.frv. í gegnum ráðuneytin. Þær eiga að skila sínum fjárhagsáætlunum þangað og ráðuneytið á að koma til þingsins með alla þessa útúrdúra hingað og þangað.

Niðurstaðan er sú að ráðuneytið segir okkur ekki t.d. að Landhelgisgæslan sé vanfjármögnuð, að Fangelsismálastofnun sé vanfjármögnuð, að lög um farsæld barna séu ekki fullfjármögnuð, að réttindi fatlaðs fólks séu ekki fullfjármögnuð, að samgönguáætlun sé ekki verðbætt. Það er önnur ákvörðun sem er tekin. Samt eru í samgönguáætlun sem er samþykkt hérna á þingi upphæðir á verðlagi þess árs sem samgönguáætlun er samþykkt, sem þýðir í raun og veru að það verður að uppfæra upphæðir með tilliti til verðlags eftir því sem árin líða, þetta er áætlun til fimm ára og 15 ára og að sjálfsögðu breytast upphæðirnar.

Að sjálfsögðu verður borgarlínan dýrari einfaldlega af því að krónan verður verðminni út af verðbólgu. Það á ekki að koma neinum á óvart. Samt fór fólk á háa c-ið hérna í haust af því að þessi blessaða borgarlína væri orðin svo rosalega dýr. Já, það voru aðföng sem hækkuðu í verði og við erum með verðbólgu og er með krónu og þess háttar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. En þetta kemur fólki á óvart af því að tölurnar eru ekki verðbættar í samgönguáætlun þegar kemur að fjármálaáætlun og síðan fjárlögum.

Fyrir vikið er það þannig með allar framkvæmdir sem er búið að lofa að þær gerast ekki af því að það er allt í einu ekki til fjármagn fyrir þeim af því að: verðbólga, króna, allt þetta rugl. Þetta er það sem ég er að tala um, stöðugleiki frasastjórnmálanna. Okkur er sagt eitt, en gefið annað og við fáum ekki útskýringarnar á því af hverju það er.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: