- Advertisement -

Barátta gegn launum bankastjóra er hræsni

Ég er sammála Jóni Þ. Ólafssyni um að þetta er hræsni hjá Bjarna.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Það er mun meiri harka í yfirstandandi vinnudeilu en verið hefur um langt skeið. Hvers vegna skyldi það vera? Ein aðalástæðan er sú, að yfirstéttinn hefur hrifsað svo mikið til sín í ofurlaunum og arðgreiðslum.

Kjararáð átti einn stærsta þáttinn í ofurlaununum, sem ákveðinn voru en það var engu lagi líkt hvernig kjararáð spennti upp laun stjórnmálamanna, embættismanna o.fl. en síðan smitaði það út frá sér víða um allt þjóðfélagið.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Jón Þ. Ólafsson las upp á alþingi skilgreiningu orðabókar á orðinu hræsni. Skilgreiningin er þessi: Uppgerð, skinhelgi, fagurgali, yfirdrepsskapur, smjaður og fagurgali.

Ég tel og hef bent á, að að sá sem átti stærsta þáttinn í ofurlaunastefnu kjararáðs var BB. Ráðið starfaði á ábyrgð fjármála og efnahagsráðuneytis og formaður ráðsins var sóttur úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, úr miðstjórn flokksins. BB hefur haldið í hendina á formanninum.

Dæmi um ofurlaunahækkanir kjararáðs eru þessar: Hækkun þingmanna 70 % frá 2015, fóru í 1,1 millj. á mánuði, ráðherrar 64% hækkun á sama tíma, fóru í 1,8-2 millj. kr. á mánuði, æðstu embættismenn allt að 48% hækkun og 18 mánuðir til baka.

Varað var við þessum ofurhækkunum og bent var á, að það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir þróun kjaramála á almennum markaði ef ofurlaunahækkanir yrðu látnar ganga fram óátalið. Varnaðarorðum ASÍ var ekki sinnt. Engar hækkanir afturkallaðar. Miklar umræður voru á tíma á alþingi um að vinda ofan af ofurlaunahækkunum þingmanna.

KJ tók undir það. En þegar á átti að herða vildi enginn nema einn þingmaður standa við það að afturkalla hækkanirnar; það var Jón Þ. Ólafsson Pírati. Honum hefur ofboðið hræsnin í BB þegar BB lætur nú sem hann vilji lækka laun bankastjóra.

Jón Þ. Ólafsson las upp á alþingi skilgreiningu orðabókar á orðinu hræsni. Skilgreiningin er þessi: Uppgerð, skinhelgi, fagurgali, yfirdrepsskapur, smjaður og fagurgali.

Ég er sammála Jóni Þ. Ólafssyni um að þetta er hræsni hjá BB, að hann vilji lækka laun bankastjóra.-

Nær væri fyrir ráðherra og þingmenn að lækka eigin laun, sem hækkuð voru allt of mikið og meira en lög heimiluðu, þar eð kjararáð átti að taka tillit til launaþróunar en fór langt fram úr henni.-

Sömu aðilar og láta óátalið, að laun stjórnmálamanna hækki um 64-70% eru nú að fordæma 5-6% launahækkun verkafólks, sem hefur í dag 300 þús. á mánuði og 235 þús. eftir skatt. Það er eðlilegt, að verkafólkið rísi upp og geri verkfall og heimti sinn rétt. Verkafólk á lægstu launum á ekki að hætta baráttunni fyrr en fengist hefur fullur sigur.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: