- Advertisement -

BB: Þau verst settu eru fremst í röðinni

Eigum við ekki að skera niður báknið og auka fé til eldri borgara og öryrkja?

Guðmundur Ingi Kristinsson:
Þarna virðast vera endalausir peningar og þegar maður rýnir í tölurnar er þar hvergi skorið niður.
Mynd: ruv.is.

„Hundruð milljarða hafa safnast inn í ríkissjóð á undanförnum árum í góðæri en á sama tíma og fjármagnið streymir inn er verið að skerða hjá öryrkjum. Ef það er ekki Reykjavíkurborg er það ríkið,“ sagði hinn dugmikli þingmaður Guðmundur Ingi Kristinsson í þingræðu.

Seinna í ræðunni sagði hann: „Það virðist vera orðið mjög algengt í kerfinu að það sé verið að refsa fólki. Fyrst er sagt: Nú færðu pening. Og fólk fær hann fyrsta mánuðinn sem útborgað er og eyðir honum en mánuði seinna er hann tekinn aftur og jafnvel meira til. Þetta er ömurlegt og ómannúðlegt kerfi. Á sama tíma eykst báknið, sérstaklega eftirlitsbáknið með eftirlitsnefndum. Það er búið að þenjast út um 8 milljarða síðan 2014. Ein stofnun þenst úr 50 milljónum í 500 milljónir. Þarna virðast vera endalausir peningar og þegar maður rýnir í tölurnar er þar hvergi skorið niður. Þarna eykst jafnt og þétt alls staðar en á einhvern hátt virðumst við alltaf finna breiðu bökin á eldri borgurum og öryrkjum og einhvern veginn á að leggja meira á þau. Eigum við ekki bara að snúa þessu við? Eigum við ekki að skera niður báknið og auka fé til eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sitt sem er verið að lofa en er alltaf tekið af þeim?“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Bjarni Ben:
Þá byrjum við að taka frá þá sem hafa aðra tekjustofna.

Fjármálaráðherrann, Bjarni Benediktsson brást við ræðu Guðmundar Inga og fór létt með að réttlæta skerðingarnar:

„Þegar háttvirtur þingmaður talar um skerðingar finnst mér að hann horfi gersamlega fram hjá þeirri staðreynd að í bótakerfum ríkisins, sem við rekum saman, erum við með viðleitni til að tryggja að þeir takmörkuðu fjármunir sem við höfum úr að spila rati til þeirra sem eru í mestri þörf. Þá byrjum við að taka frá þá sem hafa aðra tekjustofna, þá sem hafa úr einhverju öðru að spila. Það er leið okkar til að tryggja að þeir takmörkuðu fjármunir sem við höfum fari fyrst til þeirra sem hafa minnst, sem hafa ekkert, sem hafa engin lífeyrisréttindi, búa einir eða hafa engar atvinnutekjur. Það er fólkið sem við setjum fremst í röðina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: